Fara í efni

Brimborg breytir lífrænum úrgangi í jarðvegsbæti

Brimborg breytir lífrænum úrgangi í jarðvegsbæti
Starfsfólk Brimborgar náði frábærum árangri í úrgangsflokkun og endurvinnslu árið 2022 þegar 88,40% af úrgangi var flokkaður og 89,10% fór í endurvinnslu. En við viljum gera enn betur og höfum nú innleitt jarðgerðarvél til að meðhöndla lífrænan úrgang.

Starfsfólk Brimborgar náði frábærum árangri í úrgangsflokkun og endurvinnslu árið 2022 þegar 88,40% af úrgangi var flokkaður og 89,10% fór í endurvinnslu. En við viljum gera enn betur. Nú hefjum við vegferð í samvinnu við Pure North til að meðhöndla lífrænan úrgang sem til fellur í rekstri Brimborgar á enn skilvirkari hátt. Við höfum tekið í notkun jarðgerðarvél sem mun breyta öllum lífrænum úrgangi hjá okkur í jarðvegsbæti. 

Heildarmagn úrgangs frá rekstri Brimborgar var 571,8 tonn og jókst úrgangur um 14,7% á árinu vegna aukinna umsvifa, byggingaframkvæmda og nákvæmari skráningar. Ef magn úrgangs er reiknað per stöðugildi jókst það um 4,5% en minnkaði hins vegar um 12,0% miðað við veltu. Losun gróðurhúsalofttegunda frá úrgangi frá rekstri Brimborgar var 49,9 tCO2í árið 2022 miðað við 38,8 tCO2í árið 2021 og jókst því um 31,3%. 

Við höfum sett okkur markmið um að gera enn betur í minnkun úrgangs, flokkun og endurvinnslu og sjálfbærniuppgjörin okkar árin 2021 og 2022 eru fyrstu skrefin. Með nákvæmri skráningu úrgangs og birtingu í sjálfbærniuppgjörum áranna 2021 og 2022 sjáum við betur hvar skóinn kreppir og hvar gera þarf betur.  Við stefnum að enn betri flokkun árið 2023 og vinnum nú að innleiðingu á enn skilvirkara flokkunarferli alls úrgangs sem til fellur hjá Brimborg auk þess sem við ætlum að bæta meðhöndlun lífræns úrgangs. Þessi skref munu síðan hjálpa okkur í að taka mikilvæg skref í að draga úr úrgangi frá rekstri.

Nú hefjum við vegferð í samvinnu við Pure North til að meðhöndla lífrænan úrgang sem til fellur í rekstri Brimborgar á enn skilvirkari hátt en áður. Við höfum tekið í notkun jarðgerðarvél sem mun breyta öllum lífrænum úrgangi hjá okkur í jarðvegsbæti.

Mikill ávinningur

Ávinningur af jarðgerðarvélinni er margvíslegur m.a.

  • Lífrænn úrgangur verður að jarðvegsbæti á 24 tímum sem nýtist til plönturæktunar með því að vernda og endurheimta mikilvæg næringarefni í jarðvegi í stað þess að nota tilbúinn áburð.
  • Með því að safna lífrænum úrgangi sérstaklega, vigta hann og setja í jarðgerðarvél verður til meiri meðvitund um matarúrgang sem verður hvati til minni matarsóunar.
  • Minnkun lífræns úrgangs um 90% dregur úr þörf á flutningi úrgangs með sorpbílum til urðunar og dregur úr þörf á landi undir urðun.
  • Með því að umbreyta lífrænum úrgangi í jarðvegsbæti þá drögum við úr losun koltvísýrings frá urðunarstöðum.
  • Aukið hreinlæti og minni lykt því matarúrgangur fer strax frá mötuneytum á einn stað í jarðvegsbætivinnslu.

Hvernig virkar jarðgerðarvélin?

Þegar lífrænn úrgangur er urðaður myndast metangas við niðurbrot á úrgangsins, í stuttu máli vegna þess að ekkert súrefni er til staðar ofan í urðunarstaðnum. Metangas er u.þ.b. 25x skæðari gróðurhúsalofttegund heldur en koltvísýringur.

Í jarðgerðarvélinni er massanum snúið samfellt og loft leitt í gegnum aðalrýmið þannig að nægt súrefni sé alltaf til staðar. Losun gróðurhúsalofttegunda verður margfalt minni því þessi aðferð kemur í veg fyrir metangasmyndun eins og áður segir þó það myndist koltvísýringur á sama hátt og annars myndi gerast ef við myndum jarðgera heima hjá okkur eða eins og almennt gerist í náttúrunni þegar lífræn efni brotna niður (laufblöð, tré, gras o.fl.).


Vefspjall