Fara í efni

Volvo XC40 rafmagnsjeppinn kominn í Brimborg

Volvo XC40 rafmagnsjeppinn er einstakur, fjórhjóladrifinn, ferðabíll. Með nýja Volvo rafmagnsjeppanum kynnir Brimborg í fyrsta sinn á Íslandi Volvo Care tilboð sem tryggir áhyggjulaus kaup, notkun og rekstur.

Brimborg hóf sölu á netinu á Volvo XC40 rafmagnsjeppanum í byrjun júní og nú eru fyrstu bílar til sýnis og reynsluaksturs komnir til Brimborgar, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Salan hefur farið einstaklega vel af stað og verða fyrstu bílar til afhendingar til viðskiptavina í fyrstu viku júlí mánaðar.

Kraftmikill og langdrægur rafmangsjeppi með góða veghæð

Volvo XC40 Recharge er sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn jeppi sem gengur 100% fyrir hreinu rafmagni. Hann er yfir 400 hestöfl, togar 660 Nm, aðeins 4,9 sekúndur í 100 km hraða og með drægni á hreinu rafmagni allt að 418 km skv. WLTP mælingu. Snögg hraðhleðslan kemur 78 kWh tómri drifrafhlöðu í 80% hleðslu eða 334 km drægni á aðeins 40 mínútum.

Volvo XC40 rafmagnsjeppinn er einstakur, fjórhjóladrifinn, ferðabíll. Frábær sæti sem fara vel með ökumann og farþega er einkennismerki Volvo ásamt því að farangursrými eru tvö, eitt að aftan og annað að framan. Að aftan er það 452 lítrar og stækkanlegt í 1.328 lítra og að framan er 31 lítra farangursgeymsla. Veghæð er 17,6 cm undir lægsta punkt og dráttargeta eftirvagns með hemlum er 1.800 kg.

Ríkulegur Nordic staðalbúnaður fyrir kalt loftslag

Volvo XC40 Recharge rafmagnsjeppinn býðst í tveimur útfærslum, Plus og Pro, báðar ríkulega búnar og sérstaklega aðlagaðar að köldu loftslagi. Þar má finna upphitanlegt leðurstýri, upphitanleg framsæti, varmadælu, forhitara sem er fjarstýrður með appi eða á skjá og jafnvel Volvo merkið í grillinu er upphitað. Pro útfærslan kemur aukalega með Panorama glerþaki með sóllúgu, Harman Kardon hljómtækjum, rafdrifnum sætastillingum, LED aðalljós með beygjustýringu og 360 gráðu myndavél.

Framúrskarandi tækni með Android Auto stýrikerfi

Volvo XC40 Recharge er tæknilega framúrskarandi með 12,3“ skjá með einstöku Android Auto stýrikerfi sem m.a. inniheldur Google Assistant, Google Maps og Google Play, Apple Car Play og Android Auto þráðlausa speglun, Volvo appi og sjálfvirka netuppfærslu hugbúnaðar (OTA).

Volvo öryggi aldrei verið meira

Eins og með aðra Volvo bíla er öryggi ökumanns, farþega og annarra vegfarenda í hávegum haft og hafa Volvo bílar aldrei verið öruggari. Öryggiskerfi eins og ABS hemlakerfi, SIPS hliðarárekstrarvörn, WHIPS bakhnykksvörn, veglínuskynjari, borgaröryggi (City Safety), BLIS myndavél fyrir hliðarumferð, Cross-Traffic öryggiskerfi og Pilot Assist hjálparstýring tryggir fimm stjörnu öryggi í umferðinni.

Volvo Care í fyrsta sinn á Íslandi

Með nýja Volvo rafmagnsjeppanum kynnir Brimborg í fyrsta sinn á Íslandi Volvo Care tilboð sem tryggir áhyggjulaus kaup, notkun og rekstur. Í því felst að innifalið í kaupverði er:

  1. Öll regluleg þjónusta í þrjú ár eða að 100.000 km.
  2. Allt viðhald í þrjú ár eða að 100.000 km.
  3. Ábyrgðar- og kaskótrygging í þrjú ár með drifrafhlöðutryggingu og tiltekinni sjálfsábyrgð
  4. Sérhönnuð heilsársdekk fyrir rafbíla
  5. 5 ára verksmiðjujábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu

Sé langtímaleiga valin er Volvo Care einnig innfalið en að auki eru aukadekk og umfelgun innifalin í leiguverði.

Bein kaup, græn fjármögnun eða langtímaleiga. Uppítaka á eldri bíl

Volvo XC40 Recharge kostar frá 8.090.000 kr. með Volvo Care tilboði í beinum kaupum og býður Brimborg margvíslega kosti í hagstæðri grænni fjármögnun. Einnig býður Brimborg langtímaleigu með Care tilboði í 36 mánuði með mánaðarlegum greiðslum. Í öllum tilvikum býður Brimborg að kaupverð eldri bíls renni upp í kaupverð nýja bílsins eða að það sé greitt út ef um langtímaleigu er að ræða.

Nú til sölu á netinu og til afhendingar í júlí

Volvo XC40 Recharge rafmagnsjeppinn er nú þegar til sölu á netinu í Vefsýningarsal Brimborgar.  Þar er hægt að velja um úrval bíla á leið til landsins í fjölmörgum litum. Þegar draumabíllinn er fundinn er hægt með einum netsmelli að fá samband við söluráðgjafa, skipuleggja reynsluakstur, ganga frá kaupum eða leigu og uppítöku á eldri bíl.

Fyrstu bílar til afhendingar til viðskiptavina koma í byrjun júlí og síðan í hverri viku eftir það.

Skoða úrvalið og panta í Vefsýningarsalnum

Skoða verðlista

XC40 Rafmagn

XC40 Rafmagn

XC40 Rafmagn

XC40 Rafmagn

XC40 Rafmagn


Vefspjall