Volvo vinsælasti lúxusbíllinn á Íslandi
Volvo hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár á lúxusbílamarkaði á heimsvísu og hefur slegið sölumet 6 ár í röð. Árið 2019 náði Volvo að selja yfir 700.000 bíla í fyrsta sinn í 93 ára sögu þeirra eða 705.452 bíla sem er 9,8% aukning frá árinu áður og juku þannig markaðshlutdeild sína á öllum mörkuðum.
Vinsældir Volvo á Íslandi er þar engin undantekning því hlutdeild Volvo af lúxusbílamarkaði hér á landi hefur verið einstök síðustu árin. 
 
 Árið 2019 var Volvo með 35,2% hlutdeild á einkabílamarkaði lúxusbíla og á heildarbílamarkaði lúxusbíla ber Volvo höfuð og herðar yfir aðra lúxusbíla með 29,2% hlutdeild á árinu sem var að líða sem er mesta hlutdeild á einu markaðssvæði á heimsvísu.
Vinsælustu Volvo bílarnir eru jepparnir XC90, XC60 og XC40.
Kynntu þér lúxusbíla frá Volvo
Núna eru allir nýir Volvo í boði með tengiltvinnvél og fljótlega fáum við að sjá hreina rafmagnsbíla en XC40 verður sá fyrsti.
| Heildar lúxusbílamarkaður 2019 | ||
| Volvo | 418 | 29,2% | 
| Land Rover | 246 | 17,2% | 
| Audi | 166 | 11,6% | 
| BMW | 174 | 12,2% | 
| Mercedes Benz | 204 | 14,3% | 
| Lexus | 61 | 4,3% | 
| Porsche | 30 | 2,1% | 
| Jaguar | 87 | 6,1% | 
| Tesla | 44 | 3,1% | 
| Aðrir | 0 | 0,0% | 
| Heild | 1430 | 
 | 
 
  
 