Tryggðu sér fjóra Ford Kuga PHEV í forsölu

Tryggðu sér fjóra Ford Kuga PHEV í forsölu
Nýir Ford Kuga PHEV afhentir

Fyrr á þessu ári hófst forsala á nýjum Ford Kuga, bæði tengiltvinn (PHEV) og dísil og voru fjórir starfsmenn Brimborgar snöggir að tryggja sér bíl í forsölu enda annálaðir Ford aðdáendur. Með því að kaupa bíl í forsölu spara þeir umtalsvert með lægra bílverði og gátu einnig valið þann bíl sem hentaði þeim og óskað eftir breytingum á lit og búnaði. Alls komu 8 nýir Ford Kuga PHEV í þessari sendingu og voru þeir allir seldir fyrir komuna til landsins. Næsta sending er væntanleg í lok júlí og nú þegar selt úr þeirri sendingu.

Hagstæðara bílverð með forsölu

Áhersla á forsölu hefur gert Brimborg kleift að lækka kostnað umtalsvert sem hefur skilað sér í hagstæðu verði á nýjum Ford Kuga. Þú getur nú fært þig í rafmagnaða framtíð á hagstæðara verði. Í vefsýningarsalnum, sem er opinn allan sólarhringinn alla daga ársins, eru til sýnis og sölu nýir bílar frá Brimborg sem eru á lager eða í pöntun. Þar getur þú tryggt þér bíl í forsölu. Um er að ræða nýja bíla frá Ford, Volvo, Mazda, Citroën og Peugeot. Í vefsýningarsalnum eru allar upplýsingar um bílana, hægt er að senda fyrirspurnir, fá tilboð og kaupa í gegnum vefinn. Lausa bíla má skoða í nýjum vefsýningarsal Brimborgar hér.

Ford Kuga dísil eða plug-In Hybrid (PHEV) og báðir með sjálfskiptingu

Nýr Ford Kuga er í boði sjálfskiptur bæði sem dísil með fjórhjóladrifi og sem rafmagn/bensín tengiltvinnbíll með framdrifi. Báðar eru einstaklega sparneytnar og með lága CO2 losun. Með því að bjóða báða kosti uppfyllir Ford þarfir mismunandi hópa sem þurfa á mismunandi bílum að halda. Þeir sem þurfa á öflugu fjórhjóladrifi að halda og keyra mikið, sérstaklega úti á landi, velja frekar sparneytinn dísilbíl með fjórhjóladrifi. En þeir sem keyra styttra í einu, t.d. mikið til og frá vinnu, geta hlaðið bílinn t.d. heima eða í vinnu og skella sér stöku sinnum í langkeyrslur hafa frekar valið tengiltvinn (PHEV) útgáfuna.

Ford Kuga Plug-In Hybrid | Frábær drægni fyrir daglega notkun

Nýr Ford Kuga tengiltvinn (PHEV) er með nýjustu Plug-in Hybrid rafmagnstækni Ford sem býður upp á hreinni, hljóðlátri og fágaðri jeppanálgun. Stútfullur af snjöllum lausnum og hönnun sem er úthugsuð fyrir virkan lífsstíl. 

Ford Kuga PHEV

Hinn nýi Ford Kuga með rafmagns/bensín tengiltvinnvél notar tvo aflgjafa til að koma þér á áfangastað á skilvirkari hátt. Með háþróuðu rafkerfi geturðu farið í styttri ferðir, allt að 56 km með núlllosun á CO2 og hlaðið þar sem þú hefur aðgang að hleðslu. Þessi kílómetrafjöldi á rafmagni dugar lang flestum í daglega notkun en í lengri ferðum tryggir sparneytin bensín vélin að þú getir ekið eins langt og þú þarft án þess að þurfa að hlaða hann af rafmagni. Powersplit tæknin hleður tvinnbílinn þinn meðan á akstri stendur. Orkan sem er fengin með hemlun er meðal annars notuð til að hlaða inn á rafgeymana, í lengri ferðum er bíllinn jafnvel fullhlaðinn þegar þú kemur á áfangastað. Drifrafhlaðan er 14,4 kWh og er hleðslutíminn um 3,5 klst í fulla hleðslu.

Kynntu þér Ford Kuga 

Ford Kuga PHEV

Ford Kuga PHEV

Ford Kuga PHEV

Ford Kuga PHEV

Ford Kuga PHEV


Svæði

Brimborg er bílaumboð þar sem fást nýir bílar og notaðir bílar til sölu frá Ford, Volvo, MazdaCitroën og Peugeot. Í vörulínu Brimborgar eru fólksbílar, rafbílarjeppar, sendibílar, pallbílar og rútur. Boðið er upp á bílafjármögnun, m.a. bílalán og bílasamninga, frá öllum fjármálafyrirtækjum hjá Brimborg. Uppítaka býðst á öllum tegundum bíla hjá Brimborg. Reynsluakstur er sjálfsagt mál hjá Brimborg til að tryggja ánægju viðskiptavina og af sömu ástæðu tökum við ábyrgð bílasala alvarlega og fylgjum reglum þar að lútandi í hvívetna. Brimborg rekur verkstæði fyrir bíla sína og til að tryggja hátt þjónustustig eru varahlutir í úrvali á lager. Bílaleiga er hluti af þjónustuframboði Brimborgar þar sem fást bílar til leigu m.a. sendibílar til leigu og langtímaleiga á bílum. Stór atvinnutæki eru til sölu hjá Velti | Volvo atvinnutækjasviði Brimborgar t.d. Volvo vörubílar, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar og Volvo Penta bátavélar.

© Höfundarréttur Brimborg  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré | KT. 701277-0239 | VSK.NR. 11650