Ein breiðasta plug-in hybrid lína landsins

Volvo hefur lofað að allir þeirra bílar verði rafvæddir árið 2019. Brimborg bíður ekki boðanna og býður nú fimm gerðir plug-in hybrid (tengil tvinn) bíla frá Volvo. Með plug-in hybrid (tengil tvinn) þá getur þú til dæmis hlaðið rafhlöðu bílsins heima hjá þér eða á vinnustað og hefur alltaf þann kost að aka á hefðbundinni vél ef rafmagnið klárast.

Hjá okkur kallast plug-in vélarnar T8 Twin. Plug-in hybrid (tengil tvinn) sameinar kosti öflugs rafmótors og hefðbundinnar vélar. Plug-in hybrid vélbúnaður Volvo færir þér þannig lága eldsneytiseyðslu, lágmarks kolefnislosun og frábæra snerpu

Viðbótar ávinningur af því að tengja saman rafmótor og hefðbundna vél er fjórhjóladrif sem er í öllum hybrid bílum Volo og hentar auðvitað einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður.

Markmið Volvo Cars með rafvæðingu allra bílvéla sinna snýst um að vernda heiminn sem við búum í - og til að takast á við þau vandamál sem framtíðin ber í skauti sér.

Ótrúlegt úrval plug-in bíla

Hér fyrir neðan er nánari lýsing á fimm gerðum Volvo plug-in bíla sem eru ótrúlega sparneytnir, vistvænir og allt að 407 hestöfl.

Verð á Volvo plug-in hybrid (tengil tvinn) er frá 5.490.000 kr. 

Volvo XC90

Volvo XC90 T8 TWIN AWD er öflugur jeppi og sá stærsti í Volvo plug-in fjölskyldunni. Vélin er 16 ventla bensínvél með einni túrbínu, einum keflablásara (supercharger) og rafmótor. Vélin er 407 hestöfl með hröðun frá 0-100 km á 5,6 sekúndum, 640 Nm í tog og CO2 losun er 49gr/km.

Volvo XC90 er með 8 gíra sjálfskiptingu. Eldsneytiseyðsla XC90 T8 TWIN AWD er gefin upp í blönduðum akstri 2,1 l/100 km miðað við akstur á bensíni og rafmagni.

 

Volvo XC90 T8 Twin engine – verð frá 9.190.000-

Volvo XC60

Volvo XC60 T8 TWIN AWD er einnig öflugur jeppi og er sá nýjasti í Volvo plug-in fjölskyldunni. Vélin er 16 ventla bensínvél með einni túrbínu, einum keflablásara (supercharger) og rafmótor. Vélin er 407 hestöfl með hröðun frá 0-100 km á 5,3 sekúndum, 640 Nm í tog og CO2 losun er 49 gr/km. XC60 T8 AWD er með 8 gíra sjálfskiptingu.

Eldsneytiseyðsla XC60 T8 TWIN AWD er gefin upp í blönduðum akstri 2,1 l/100 km miðað við akstur á bensíni og rafmagni.

Volvo XC60 T8 Twin engine AWD – verð frá 7.490.000-

Volvo S90

Volvo S90 T8 TWIN AWD er sannkallaður lúxusfólksbíll með plug-in vél Volvo. Vélin er 16 ventla bensínvél með einni túrbínu, einum keflablásara (supercharger) og rafmótor. Vélin er 407 hestöfl með hröðun frá 0-100 km á 4,8 sekúndum, 640 Nm í tog og CO2 losun er 46gr/km. Volvo S90 T8 er með 8 gíra sjálfskiptingu.

Eldsneytiseyðsla S90 T8 TWIN AWD er gefin upp í blönduðum akstri 2,0 l/100 km miðað við akstur á bensíni og rafmagni.

Volvo S90 T8 Twin AWD – verð frá 7.990.000-

Volvo V90

Volvo V90 T8 TWIN AWD er station útgáfan eða svokallaður herragarðsvagn og er hluti af plug-in fjölskyldunni. Vélin er 16 ventla bensínvél með einni túrbínu, einum keflablásara (supercharger) og rafmótor. Vélin er 407 hestöfl með hröðun frá 0-100 km á 4,8 sekúndum, 640 Nm í tog og CO2 losun er 46gr/km. Volvo V90 T8 er með 8 gíra sjálfskiptingu.

Eldsneytiseyðsla V90 T8 TWIN AWD T8 AWD er gefin upp í blönduðum akstri 2,0 l/100 miðað við akstur á bensíni og rafmagni.

Volvo V90 T8 Twin Engine AWD – verð frá 8.290.000-

Volvo V60

Volvo V60 D6 TWIN AWD er með dísil vél með einni túrbínu, einum keflablásara (supercharger) og rafmótor. Samtals er vélin 290 hestöfl með hröðun frá 0-100 km á 6,0 sekúndum í Power mode, 640 Nm í tog og CO2 losun er 48gr/km. Volvo V60 D6 er með 6 gíra sjálfskiptingu.

Eldsneytiseyðsla V60 D6 TWIN AWD er gefin upp í blönduðum akstri 1,8 l/100 km miðað við akstur á dísil og rafmagni.

Volvo D6 Twin AWD – verð frá 5.490.000-


Svæði

Brimborg er bílaumboð þar sem fást nýir bílar og notaðir bílar til sölu frá Ford, Volvo, MazdaCitroën og Peugeot. Í vörulínu Brimborgar eru fólksbílar, jeppar, sendibílar, pallbílar og rútur. Boðið er upp á bílafjármögnun, m.a. bílalán og bílasamninga, frá öllum fjármálafyrirtækjum hjá Brimborg. Uppítaka býðst á öllum tegundum bíla hjá Brimborg. Reynsluakstur er sjálfsagt mál hjá Brimborg til að tryggja ánægju viðskiptavina og af sömu ástæðu tökum við ábyrgð bílasala alvarlega og fylgjum reglum þar að lútandi í hvívetna. Brimborg rekur verkstæði fyrir bíla sína og til að tryggja hátt þjónustustig eru varahlutir í úrvali á lager. Bílaleiga er hluti af þjónustuframboði Brimborgar þar sem fást bílar til leigu m.a. sendibílar til leigu og langtímaleiga á bílum. Stór atvinnutæki eru til sölu hjá Brimborg t.d. Volvo vörubílar, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar og Volvo Penta bátavélar.

© Höfundarréttur 2013-2017  |  Skilmálar  |  Veftré