Fara í efni

Nýsköpun hjá Brimborg léttir álagi af orkukerfum landsmanna

Nýsköpun hjá Brimborg léttir álagi af orkukerfum landsmanna
Nýsköpun hjá Brimborg léttir álagi af orkukerfum landsmanna
 
Í fréttum í dag hefur komið fram að al­var­leg staða sé kom­in upp í mál­efnum hita­veita á Íslandi og ljóst að heitt vatn á Íslandi er ekki ótak­mörkuð auðlind. Með hröðum orkuskiptum er hætt við sömu stöðu hvað varðar raforku og dreifingu hennar.

Brimborg opnaði nýjan Polestar rafbílasal í eldra húsnæði við Bíldshöfða í Reykjavík í júní á þessu ári og voru ákvarðanir um endurhönnun húsnæðisins teknar haustið 2021. Endurbætur voru gerðar undir formerkjum BREEAM alþjóðlegrar umhverfisvottunar. Það leiddi til mikilvægra ákvarðana um 1) orkusparnað, 2) orkunýtni og 3) staðbundna orkuframleiðslu.

Kemur sér nú vel í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í orkukerfum Íslendinga.

Við umbreytingar á húsnæðinu var betri orkunýtni og auknum orkusparnaði náð með að breyta hitakerfi í gólfhita, nýju gleri í glugga með hámarkseinangrun, hitateppi ofan við inngang, einangra veggi betur og velja raftæki og ljós með lága orkunotkun.

Staðbundin orkuframleiðsla hefur verið okkur hugleikin sem gerir það að verkum að dregið er úr álagi á almenna orkukerfið. Því var ákveðið að kanna þann möguleika að framleiða orku, rafmagn og heitt vatn, á staðnum.

Sólar- og vindorka voru skoðuð til rafmagnsframleiðslu, sólarorka valin og var stærsta sólarorkuver á Íslandi opnað á þaki Polestar á sumarsólstöðum 21. júní 2022. Sólarorkuverið hefur framleitt raforku á hverjum degi sem hefur dugað fyrir allri orkuþörf Polestar rafbílasalarins þökk sé mikilli framleiðslu og lækkaðri orkuþörf. Vegna mikillar framleiðslu hefur umframorka verið nýtt í aðalstöðvum Brimborgar í næsta húsi. Smelltu hér til að lesa meira um stærsta sólarorkuver á Íslandi.

Einnig var ákveðið að setja upp varmadælu og valinn „loft í vatn“ búnaður. Varmadælan verður knúin raforku frá sólarorkuverinu og er varminn sóttur í umhverfishita sem er notaður til að hita upp vatn sem er nýtt í loftræsikerfi húsnæðisins.

Fyrir utan að draga úr álagi á orkukerfi landsins þá lækkar staðbundin orkuframleiðsla orkureikning Brimborgar og minnkar kolefnisspor.

Mikill lærdómur byggðist og margvísleg tækifæri komu í ljós til að gera enn betur. Í ljósi góðs árangurs, aukinnar þekkingar starfsmanna Brimborgar með ný tækifæri í farteskinu hefur verið lagt af stað í annað og stærra verkefni.

Hönnun og framkvæmdir eru hafnar við sýningarsali, mötuneyti, skrifstofur og verkstæði Opel, Peugeot, Citroën og Mazda bílamerkin á Bíldshöfða 8. BREEAM umhverfisvottun verður einnig nýtt til að ná fram bættri orkunýtni, auknum orkusparnaði og staðbundinni orkuframleiðslu. Stefnt er að því að sólarorkuverið á þaki þess húss verði a.m.k. tvöfalt stærra en varmadælan verður af svipaðri stærð.

Með þessum nýsköpunarverkefnum hafa starfsmenn Brimborgar aflað sér mikillar þekkingar. Fjöldi fyrirtækja hefur leitað til Brimborgar um leiðbeiningar og ráðgjöf um ofangreinda þætti sem við höfum fúslega veitt svo fleiri fyrirtæki geti lagt sitt af mörkum við að draga úr álagi á orkukerfi landsins, lækkað rekstrarkostnað sinn og minnkað kolefnissporið.


Vefspjall