Fara í efni

Netárás á kerfi Brimborgar

Netárás á kerfi Brimborgar
Netárás á kerfi Brimborgar

Aðfararnótt 29. ágúst var gerð netárás á hluta upplýsingakerfa Brimborgar og gögn tekin í gíslingu. Um leið og starfsmenn Brimborgar urðu þessa varir voru helstu sérfræðingar landsins fengnir að borðinu til að greina umfangið, í hverju öryggisbresturinn fólst og koma kerfum aftur í gang. Vinnan er í gangi og því er umfangið ekki þekkt á þessu stigi.

Persónuvernd hefur verið tilkynnt um málið.

Brimborg er bílaumboð sem selur nýja og notaða bíla, vörubíla og vinnuvélar, rekur bílaleigu með skammtíma- og langtímaleigu, dekkja- og hraðþjónustu í gegnum MAX1 og Vélaland og þjónustar bíleigendur með varahluti og viðgerðir.

Allar starfsstöðvar Brimborgar eru opnar hvort sem eru verkstæði, varahlutir, bílaleiga, eða sala nýrra og notaðra bíla og eru starfsmenn staðráðnir í að veita bestu mögulegu þjónustu í ljósi aðstæðna.

Nánari upplýsingar verða veittar hér á vefnum eftir því sem vinnu vindur fram.

Uppfært 4.9.2023: Uppfært: Starfsemi í eðlilegt horf eftir netárás, rannsókn sérfræðinga í gangi | Brimborg


Vefspjall