Fara í efni

Ingimundur fékk fyrsta Citroën rafmagnssendibílinn afhentan hjá Brimborg

Ingimundur fékk fyrsta Citroën rafmagnssendibílinn afhentan hjá Brimborg
Fyrsti ë-Jumpy rafmagnssendibílinn afhentur
Ingimundur E. Einarsson málarameistari fékk á dögunum afhentan fyrsta Citroën ë-Jumpy rafmagnssendibílinn frá Brimborg.

Ingimundur E. Einarsson málarameistari fékk á dögunum afhentan fyrsta Citroën ë-Jumpy rafmagnssendibílinn frá Brimborg. Það er skemmtilegt að segja frá því að Ingimundur kom hjólandi á rafmagnshjóli að sækja nýja Citroën ë-Jumpy rafmagnssendibílinn. Rafmagnaður dagur hjá Ingimundi!

Við óskum Ingimundi til hamingju með nýja bílinn.

Ingimundur var spenntur fyrir rafmagnssendibíl þegar Brimborg hóf forsölu á Citroën ë-Jumpy. Að eigin sögn hefur hann alltaf verið nýjungagjarn og var spenntur fyrir að prófa rafmagnssendibíl í vinnunni. Ingimundur er með frábæra aðstöðu heima og í vinnu til að hlaða rafmagnsbíl og var því ekkert til fyrirstöðu færa sig yfir í rafmagnið. Ingimundur var áður á dísil sendibíl og eitt af því sem hafði áhrif á kaupin var sú staðreynd að rafmagnsbílar eru hljóðlátir. Nágranni Ingimundar hafði nefnilega einu sinni orð á því við hann að hann yrði alltaf var við hann þegar hann leggði af stað í vinnu snemma á morgnana. Núna svífur Ingimundur bara af stað á hljóðlátum Citroën ë-Jumpy rafmagnssendibíl.

Kynntu þér Citroën ë-Jumpy

SKOÐA Ë-JUMPY Í VEFSÝNINGARSAL

Citroën sendibílar með 7 ára ábyrgð

Örugg gæði Citroën ë-Jumpy eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðunni. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðanda hvað varðar þjónustuskoðanir. Tryggðu þér örugg gæði Citroën!

Rafmagnssendibíll með allt að 330 km drægni

Citroën ë-Jumpy rafmagnssendibíll er með 50-75 kWh drifrafhlöðu og er drægni hans skv. WLTP mælingu framúrskarandi eða allt að 330 km. Citroën ë-Jumpy er fáanlegur með eins fasa 7,4 kW eða þriggja fasa 11 kW innbyggðri hleðslustýringu. Citroën ë-Jumpy er ríkulega búin t.a.m er hann með fjarstýrði forhitun, bakkmyndavél og blindpunktsaðvörun ásamt Moduwork innréttingu sem gerir þér kleift að flytja allt að 4,026 m langa hluti. Næstum tóma drifrafhlöðuna má hlaða á 32-48 mínútum í 80% drægni í 100kW hraðhleðslustöð. Tryggðu þér örugg gæði Citroën!

Fyrirtækjalausnir Brimborgar - Öll bílakaup og bílaþjónusta á einum stað

Fyrirtækjalausnir Brimborgar bjóða hagkvæmar, sérsniðnar heildarlausnir í bílamálum. Í boði eru yfir 500 gerðir af nýjum fólksbílum, jeppum, pallbílum og atvinnubílum frá 5 heimsþekktum bílamerkjum til kaups eða leigu hjá Brimborg. Við eigum rétta bílinn fyrir fyrirtækið þitt. Bjóðum einnig úrval notaðra bílaframúrskarandi viðhaldsdekkja- og hraðþjónustu og flotastýringu. Hagræddu. Einfaldaðu bílamál fyrirtækisins. 

SENDU FYRIRSPURN

Citroën ë-Jumpy

 


Vefspjall