Fara í efni

Geggjað fjör á Þjóðhátíð Brimborgar 2018!

Geggjað fjör á Þjóðhátíð Brimborgar 2018!
Þjóðhátíð Brimborgar 2018
Þjóðhátíð Brimborgar var haldin með pompi og prakt í Austurbæ síðastliðna helgi. Svo mikið var fjörið að þakið ætlaði af húsinu!

Þjóðhátíð Brimborgar var haldin með pompi og prakt í Austurbæ síðastliðna helgi. Svo mikið var fjörið að þakið ætlaði af húsinu!

Veislustjórar kvöldins voru Aron Mola og Gunnar frá Tálknafirði og fóru þeir algjörlega á kostum. Dagskráin kvöldsins var með þjóðhátíðarþema og var sérlega glæsileg og hver framúrskrandi listamaðurinn á fætur öðrum steig á svið.

Veislustjórar kvöldsins

Fram komu Salka Sól, Jóhanna Guðrún, Eyþór Ingi, Hreimur, Ingó Veðurguð og leynigestur kvöldsins var Steindi JR sem tryllti mannskapinn með lagasyrpu sem var ekki nokkur leið að sitja kyrr við.

Dans

Matur kvöldsins var frá Laugási og var boðið uppá humar og tígrisrækjur í forrétt sem borið var fram í glösum á bakka sem innhélt þurrís sem vakti mikla lukku þegar hann dreifði sér af dulúð yfir borðin. Aðalréttur kvöldsins var dúnamjúk sætbasilkrydduð lambasteik með skógarsveppakremsósu, ristuðu grænmeti með basilolíu og timíankrydduðum kartöfluturni. Matseðill kvöldsins var svo toppaður með karamellusúkkulaðimús með mangó, jarðaberjum og myntusýrópi.

Forréturinn

Þetta kvöld sannaði það hversu hrikalega skemmtilegir Brimborgarar eru og auðvitað að Lífið er yndislegt! Takk fyrir kvöldið þið eruð æði!

Fleiri myndir frá frábæru kvöldi hér

Það voru Concept Events ásamt starfsmönnum Brimborgar sem sáu um skipulagningu árshátíðarinnar. Hörður Sveinsson ljósmyndari smellti af þessum fallegu myndum.


Vefspjall