Fara í efni

Ford Ranger Raptor lögreglupallbíll á Vestfirði

Lögreglan á Vestfjörðum hefur nú fengið öflugan Ford Ranger Raptor lögrelgupallbíl í flotann. Ford Ranger er öflugasti pallbíllinn á Íslandi, hefur notið stöðugt vaxandi vinsælda og trónaði á sölutoppnum á Íslandi í júní mánuði.
Lögreglan á Vestfjörðum hefur nú fengið öflugan Ford Ranger Raptor lögreglupallbíl í lögregluflotann og verður hann gerður út frá Ísafirði.
Ford Ranger er öflugasti pallbíllinn á Íslandi, hefur notið stöðugt vaxandi vinsælda og trónaði á sölutoppnum á Íslandi í júní mánuði. Það er sérlega skemmtilegt að sjá að nú mun þessi öflugi lögreglupallbíll þjóna í krefjandi aðstæðum á Vestfjörðum.
 
Ford Ranger Raptor AWD er með 213 hestafla vél sem togar 500Nm, 10 gíra sjálfskiptingu og 2500 kg dráttargetu.  Hann var standsettur af Rafsölum á Siglufirði og merktur af Skiltagerð Norðurlands á Ólafsfirði.
 
Ford Ranger Raptor er  goðsögn í pallbílaheiminum og er enginn venjulegur pallbíll. Hann er hannaður til að takast á við erfiðustu verkefni en um leið hlaðinn þægindabúnaði. Hann er útbúinn sérstökum Off road pakka sem innifelur m.a. sérstyrktan undirvagn og FOX Pro dempara. Að auki er læsing á afturdrifi og hlífar fyrir vél og eldsneytistank. Ford Ranger Raptor hentar því einstaklega vel fyrir krefjandi vestfirskar aðstæður hvort sem það er vetur eða sumar.  
 

Raptor útlitið er einstakt og er með sérstöku Raptor grilli enda er bíllinn með 15 cm meiri sporvídd. Raptor útlit á stuðurum að framan og aftan, dráttarbeisli og XENON ljós svo fátt eitt sé nefnt. Raptor innréttingin er einstaklega glæsileg, þar má nefna sérstaklega Raptor sportsætin sem eru með leður á slitflötum og rúskinn í miðju sætanna.

Eins og alþjóð veit hafa margar útgáfur bifreiða verið í þjónustu lögreglunnar í gegnum tíðina, en margar þeirra ekki hentað aðstæðum eða lögreglumönnum vel. Ljóst er að Ford Ranger Raptor mun uppfylla þarfir lögreglunnar á Vestfjörðum.

Traust og örugg varahluta- og viðgerðarþjónusta

Rekstraraðilar vita að atvinnubílar eru lykiltæki í rekstrinum og þurfa að hafa nánast 100% uppitíma. Brimborg hefur þróað einstaka atvinnubílaþjónustu fyrir Ford atvinnubíla með stóru, sérhæfðu Ford atvinnubílaverkstæði, með sérstakri hraðþjónustu fyrir Ford atvinnubíla og þéttriðnu þjónustuneti um land allt. Vegna mikillar afkastagetu verkstæðis og öflugs varahlutalagers er alltaf hægt að fá tíma á verkstæði og auðvelt að bóka rafrænt á netinu, bóka í gegnum síma eða á spjallinu eða renna við og fá Hraðþjónustu.

Fyrirtækjalausnir Brimborgar - Öll bílakaup og bílaþjónusta á einum stað

Fyrirtækjalausnir Brimborgar bjóða hagkvæmar, sérsniðnar heildarlausnir í bílamálum. Í boði eru yfir 500 gerðir af nýjum fólksbílum, jeppum, pallbílum og atvinnubílum frá 5 heimsþekktum bílamerkjum til kaups eða leigu hjá Brimborg. Við eigum rétta bílinn fyrir fyrirtækið þitt. Bjóðum einnig úrval notaðra bíla, framúrskarandi viðhalds, dekkja- og hraðþjónustu og flotastýringu. Hagræddu. Einfaldaðu bílamál fyrirtækisins.

SENDU FYRIRSPURN

Ford atvinnubílar með 5 ára ábyrgð

Auk öflugrar varahluta- og viðgerðarþjónustu ásamt Hraðþjónustu býður Brimborg nú alla nýja Ford atvinnubíla sem keyptir eru hjá Brimborg með 5 ára ábyrgð

KYNNTU ÞÉR ÁBYRGÐ FORD BÍLA

Ford Ranger pallbíllinn er fjórhjóladrifinn vinnuþjarkur

Ford Ranger er fjórhjóladrifinn og sérlega sterkbyggður fyrir allskonar verkefni hvort sem er í vinnu eða áhugamálin. Nýr Ford Ranger fæst nú í fimm búnaðarútfærslum eða Raptor, Stormtrak, Wildtrak og Raptor SE. Þeir eru allir í grunninn búnir öflugri 2ja lítra 213 hestafla 4ra strokka sparneytinni dísilvél sem togar 500 Nm og nýrri háþróaðri 10 gíra sjálfskiptingu. XL búnaðarútfærslan er með 2ja lítra 170 hestafla 4ra strokka sparneytinni dísilvél sem togar 420 Nm og 6 gíra beinskiptingu.

Ford Ranger er vinnuþjarkur sem elskar leik og starf og er mest seldi pallbíll Evrópu og skipar toppsætin á Íslandi.

SMELLTU OG KYNNTU ÞÉR ALLT UM FORD RANGER

SMELLTU OG SJÁÐU ÚRVALIÐ í VEFSÝNINGARSALNUM

Þessar glæsilegu myndir tók Ingvar Jakobsson.