Fara í efni

BRIMBORG VALIN Í EXCELLENCE CLUB HJÁ VOLVO CARS Í ÞRIÐJA SINN

BRIMBORG VALIN Í EXCELLENCE CLUB HJÁ VOLVO CARS Í ÞRIÐJA SINN
Brimborg valin í Excellence Club hjá Volvo Cars

Brimborg var valin í Excellence Club hjá Volvo Cars í þriðja sinn fyrst allra landa. Ozge Ugurluel svæðisstjóri hjá EMEA Importers og Moris Bayar yfirmaður sölumála hjá EMEA Importers hjá Volvo Cars komu til landsins og afhentu verðlaunin í sýningarsal Volvo á Íslandi.

Brimborg fékk viðurkenninguna fyrir mestu sölu Volvo á Íslandi frá upphafi, eina mestu markaðshlutdeild Volvo á markaði fyrir hágæða bíla, framúrskarandi árangur í vara- og aukahlutasölu og þjónustu á verkstæði ásamt framúrskarandi heildaránægju viðskiptavina.

Þetta eru gríðarlega mikilvæg verðlaun og mikil viðurkenning fyrir starfsmenn Brimborgar og Volvo á Íslandi.

Volvo Cars Excellence Club keppnin

Volvo Cars stendur fyrir Excellence Club-keppninni til að verðlauna bestu söluaðilana. Keppnin hefur verið haldin í 4 ár og er byggð á mismunandi lykilmælikvörðum. Lykilmælikvarðarnir eru ekki einungis tengdir sölu heldur einnig gæðum þjónustunnar við viðskiptavini, með því að huga sérstaklega að mælingum sem hafa áhrif á viðskiptin, til dæmis ánægju viðskiptavina.

Þeir lykilmælikvarðar sem unnið er með af Volvo, eru:

  • Sala/afhending bíla mv. sett markmið gagnvart Volvo fyrir 2021
  • Vöxtur milli ára í sölu/afhendingum 2020 vs. 2021
  • Niðurstöður hulduheimsókna Volvo til okkar
  • Google Ratings, þurfum að vera yfir 4,5
  • Þjónustukannanir, Net Promoter Score, framkvæmdar
  • Fjöldi bíla (Active Cars) sem koma í þjónustu mv. sett markmið
  • Sala aukahluta (Accessories Penetration) mv. sett markmið
  • Sala notaðra bíla - Used Cars Sales Report til Volvo

Kynntu þér Volvo Cars á Íslandi

Komdu og reynsluaktu Volvo. Við erum á Bíldshöfða 6 í Reykjavík og við Tryggvabraut 5 á Akureyri.

   


Vefspjall