Fara í efni

Brimborg stærst á rafbílamarkaði, 351% vöxtur í rafbílasölu Brimborgar

Brimborg stærst á rafbílamarkaði, 351% vöxtur í rafbílasölu Brimborgar
Brimborg stærst á rafbílamarkaði með fjórða hvern seldan rafbíl
Brimborg stærst í rafbílum með 351% söluvöxt

Brimborg er stærst bílaumboða á rafbílamarkaði með 24% markaðshlutdeild eða fjórða hvern seldan rafbíl. Það sem af er ári (1.1-15.4) hafa verið nýskráðir 356 rafbílar af bílamerkjum Brimborgar en í heild eru nýskráningar Brimborgarmerkja 761 bílar og vega rafbílar því 47% af bílasölu Brimborgar. Söluvöxtur Brimborgar í rafbílum það sem af er ári m.v. sama tíma í fyrra er 351%.

Brimborg umboðsaðili sjö rafbílaframleiðenda

Brimborg er umboðsaðili Volvo, Polestar, Ford, Mazda, Opel, Citroën og Peugeot og bjóða allir framleiðendur Brimborgar upp á rafbíla í sinni vörulínu. 

Vegna mikils úrvals rafbíla hjá Brimborg og öflugrar þjálfunar hafa starfsmenn Brimborgar afburða þekkingu á rafbílum. Þú getur fundið allar gerðir rafbíla, allt um hleðslustöðvar og hleðsluhraða, allt um uppsetningu og kostnað við hleðslustöðar, hvað það kostar að hlaða rafbíl og allt um drægni og áhrif ytri aðstæðna með því að smella hér.

Rafbílar til kaups eða á langtímaleigu

Rafbílar frá Brimborg fást sem fólksbílar, jeppar og sendibílar og Brimborg býður rafbíla bæði til kaups eða á langtímaleigu og tekur Brimborg allar gerðir eldri bíla upp í kaup á nýjum rafbíl.

Góð drægni og mikill hleðsluhraði einkennir rafbíla frá Brimborg

Rafbílar frá Brimborg eru þekktir fyrir gæði, góða drægni á rafmagni og mikinn hleðsluhraða sem gerir ökumönnum rafbíla frá Brimborg auðvelt með að notast við rafbíla hvar sem er á landinu.

Ríflega tvöfalt meiri söluvöxtur rafbíla hjá Brimborg

Söluvöxtur Brimborgar í rafbílum er 351% og ríflega tvöfaldur á við vöxtinn á heildarmarkaði fyrir rafbíla. Heildarmarkaður rafbíla er 1.510 bílar það sem af er ári og er það 34% af heildarmarkaði bíla sem nam 4.389 bílum og er söluvöxtur rafbíla á heildarmarkaði 146%. 

Gögnin byggja á nýskráningum nýrra bíla og koma frá Samgöngustofu.

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan og kynntu þér úrval nýrra bíla í Vefsýningarsal Brimborgar:

Vefsýningarsalur nýrra bíla


Vefspjall