Fara í efni

Ertu að spá í að skipta yfir í rafsendibíl? – Spurt og svarað

Ertu að spá í að skipta yfir í rafsendibíl? – Spurt og svarað
Ertu að spá í að skipta yfir í rafsendibíl? – Spurt og svarað

Við heyrum í mjög mörgum fyrirtækjum, verktökum í iðngreinum, iðnaðarmönnum og fleirum sem eru að íhuga að skipta yfir í rafsendibíla, og margir þeirra eru með vangaveltur um hvort bílarnir henti starfseminni. Við ákváðum því að taka saman helstu spurningar og svör um rafsendibíla.

Nú eru jú margir að huga að orkuskiptum og stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja vilja sýna samfélagslega ábyrgð og leggja sitt af mörkum í að draga úr losun koltvísýrings, draga úr hávaðamengun og bæta loftgæði og fá í bónus rekstrarsparnað með því að keyra á umhverfisvænni bíl.

Það hefur ekki bara orðið bylting á rafsendibílamarkaðnum heldur eru nú líka komnir á markað rafknúnir vörubílar og rafmagnsvinnuvélar, svo það er í mörg horn að líta og gríðarleg tækifæri fyrir fyrirtæki að verða leiðtogar í orkuskiptum.

Spurt er: Get ég virkilega sinnt mínu starfi á rafsendibíl án þess að lenda í drægniveseni?
Hér er erfitt að fullyrða nokkuð án þess að vita meira um starfsemina, en í allmörgum tilfellum er það annað hvort alls ekkert vesen eða ekkert mál að finna lausnir! Meta þarf hvert tilfelli fyrir sig og fólk þarf að spyrja sig nokkurra spurninga:

  • Hversu langt keyri ég alla jafna daglega á sendibílnum?
  • Er ég að keyra mikið út fyrir höfuðborgarsvæðið eða önnur þéttbýli?
  • Er ég með annan orkufrekan búnað í bílnum, svo sem vörulyftu, kælibúnað eða álíka?
  • Hef ég aðstöðu til að hlaða heima eða í vinnu?
  • Eru hraðhleðslustöðvar á starfsstöð fyrirtækisins eða á leið minni þar sem ég get skotið inn á rafhlöðuna til að klára daginn?

Söluráðgjafar Brimborgar hafa margra ára reynslu við sölu rafbíla, hvort sem er fólksbílar, sendibílar, vörubílar eða vinnuvélar og ráðleggja kaupendum sendibíla hvort rafsendibíll henti þeim.  Ef upp koma aðstæður þar sem keyra þarf meira einn daginn eða ytri aðstæður er erfiðari þá búa rafsendibílar yfir þeim kosti að hægt er að hraðhlaða þá og bæta á stuttum tíma tugum km inn á rafhlöðuna. Þannig að ef fólk þarf aðeins meira rafmagn, stingur það bara í samband í kaffipásunni í hraðhleðslustöð og heldur svo áfram með vinnudaginn.

Algeng uppgefin drægni rafsendibíla frá Brimborg samkvæmt WLTP er frá 275-330 km. Raundrægni ræðst svo af ýmsum breytum, svo sem þyngd farmsins, veðri, vindum og aksturslagi. Við höfum áður skrifað blogg um drægnikvíða sem gæti verið gagnlegt við ákvörðunina!

Ef viljinn er fyrir hendi er hægt að láta dæmið ganga upp. Svo má ekki gleyma að þróunin er svo ör í rafbílatækni og uppsetningu hleðsluinnviða að þetta verður auðveldara með hverjum deginum.

Við erum auðvitað meðvituð um að þegar þetta er skrifað (veturinn 2023) henta rafsendibílar ekki endilega í öllum aðstæðum og við gefum viðskiptavinum okkar alltaf heiðarleg svör ef við teljum svo vera.

Brimborg býður einnig fyrirtækjum lán á rafsendibíl í tiltekinn tíma svo þau geti metið við raunaðstæður hvort bíllinn henti eða ekki. Einnig býður Brimborg langtímaleigu á rafsendibílum.

Úrval rafsendibíla
Brimborg býður úrval rafsendibíla frá Ford, Peugeot, Citroën og Opel

Spurt er: Eru til sérstakar hleðslulausnir fyrir fyrirtæki?
Já, heldur betur. Ráðgjafar okkar eru á fullu allan daginn við að hjálpa fyrirtækjum að finna lausnir í hleðslumálum. Brimborg er með orkuskiptalausnirnar til kaups eða leigu og alhliða ráðgjöf við innleiðingu hleðsluinnviða á starfsstöðvum fyrirtækja, hvort sem er venjulegar næturhleðslur (AC) eða hraðhleðslur (DC) ef þörf er á að hlaða hratt t.d. í matar- og kaffitímum. Brimborg býður mismunandi stóra ráðgjafapakka, allt frá spjalli um helstu atriði sem þarf að hafa í huga til þess að sjá um kaup á búnaði, hönnun, uppsetningu og rekstur. Við höfum aðstoðað stór og smá fyrirtæki við að koma upp hleðslustöðvum og áætla þörfina fyrir þær til framtíðar.

Skoðaðu lausa rafsendibíla í Vefsýningarsal Brimborgar.

Tenglar á rafbílafróðleik


Vefspjall