Fara í efni

TÖFRATEPPIÐ CITROËN Ë-C4 X FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG – 100% RAFBÍLL MEÐ ÞÆGINDI Í FYRIRRÚMI

Glænýr, silkimjúkur, Citroën ë-C4 X 100% rafbíll með allt að 360 km drægni er nú kominn til landsins og mun Brimborg bjóða hann í fjórum ríkulega búnum útfærslum með 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð á bíl og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Frumsýndur 18. mars hjá Brimborg í Reykjavík.

Þægindi í hæsta gæðaflokki og öðruvísi hönnun
100% rafbíllinn Citroën ë-C4 X er einkar glæsilegur nýr bíll sem býður upp á þægindi í hæsta gæðaflokki. Byltingarkennd fjöðrunin gerir aksturseiginleika bílsins silkimjúka og hefur upplifuninni verið lýst eins og að svífa um á töfrateppi. Útlit bílsins vekur einnig eftirtekt fyrir glæsileika og nýstárlegar línur en hann prýða svokallaðar„fastback“ línur sportbíls að aftan sem er fersk nálgun á bíl sem er stór og hár frá götu eins og Citroën ë-C4 X.

Það eru síðan allir hugulsömu eiginleikarnir í hönnun Citroën ë-C4 X sem setja punktinn við þægindaupplifunina. Sérstaklega breið og mjúk sæti bæði að framan og aftan, mjóbaksstilling fyrir bílstjórann, hulstur fyrir iPad hjá farþega, rúmgóð geymslurými og frábær hljóðvist eru á meðal þeirra hluta sem má nefna. Citroën bílar eru hannaðir með þægindi fólks sem hönnunarmarkmið og það einfaldlega finnst í innra rými bílsins sem og í akstri. Aukahlutirnir eru heldur ekki af verri endanum og er t.d. hægt að panta bílinn með leðuráklæði á sætum og sóllúgu.

Svalur orkubolti með 360 km drægni
Brimborg kynnir nýjan Citroën ë-C4 X 100% rafbíl með allt að 360 km drægni á hreinu rafmagni. Citroën ë-C4 X rafbíll er með góða veghæð eða 15,6cm sem skapar þægilegt aðgengi. Hann er búinn ríkulegum staðalbúnaði svo sem snjallmiðstöð með tímastillingu og forhitun.

Citroën ë-C4 X er sjálfskiptur, 136 hestafla rafbíll með hljóðlátri rafmagnsvél og 50 kWh drifrafhlöðu. Einstakar línur 4,6 metra langs bílsins gefa þá tilfinningu að hann sé að fara að stökkva áfram sem er ekki fjarri lagi tilfinningunni þegar sport stillingin er sett á.

Skoða í vefsýningarsal

Skoða vefsíðu Citroën á Íslandi

Kósý alla leið
Citroën ë-C4 X er einstaklega rúmgóður og býður upp á afslappaðan akstur fyrir fjölskylduna. Farangursrýmið er 510 lítrar sem er óvenju stórt í þessum stærðarflokki auk þess sem farþegar frammí og afturí hafa þægilegt fótapláss og mjúk sæti. Einnig er hægt að opna lítið hólf í aftursæti til að teygja sig aftur í skott sem gefur góða skipulagsmöguleika á ferðalögum t.d. fyrir nestið. Forhitun tryggir að bíllinn sé ávallt heitur og notalegur þegar lagt er af stað og tvískipt loftkælingin getur bjargað stemmningunni í sumarfríinu.

Byltingarkennd fjöðrun og þægindi í hæsta flokki
Citroën bílar hafa löngum verið þekktir fyrir þægindin og er Citroën ë-C4 X rafbíll þar engin undantekning. Innréttingin er notendavæn og ríkulegur staðalbúnaður prýðir Citroën ë-C4 X. Í ríkulegum staðalbúnaði er snjallmiðstöð með tímastillingu og forhitun sem tryggir heitan bíl, varmadæla sem eykur virkni miðstöðvar og drægni bíls, 10” snjallsnertiskár í mælaborði með notendavænu viðmóti sem hægt er að stilla fyrir mismunandi notendur og stýra með rödd. Breið mjúk sæti, mjóhryggsstilling á bílstjórasæti, hár miðjustokkur með armpúða, iPad haldari fyrir farþegann frammí og skipt aftursæti með niðurfellanlegt bak.

Öryggisbúnaður er einnig ríkulegur í ë-C4 X sem býr m.a. yfir snjallhemlun sem virkar í myrkri og greinir gangandi og hjólandi vegfarendur, ökumannsvaka, fjarlægðarstillanlegum hraðastilli, SOS neyðarhringingu við alvarlegan árekstur, nálægðarskynjurum að framan og aftan og veglínustýringu sem aðstoðar við að halda stefnu á vegi svo fátt eitt sé nefnt.

Hin byltingarkennda fjöðrun Citroën ë-C4 X er afar einföld en snjöll og áhrifarík uppfinning sem skilar einstaklega mjúkri og skemmtilegri akstursupplifun. Hefðbundinn fjöðrunarbúnaður er byggður upp af gormi og dempara með gúmmípúða í enda fjöðrunar en Citroën bætir við vökvastoppara að ofan og neðan í demparanum sjálfum sem gerir það að verkum að bíllinn svífur yfir hraðhindranir og aksturinn er einstaklega mjúkur og skemmtilegur. Fyrir þá sem eru með stoðkerfisvandamál geta mýktin í fjöðrun og mjúkt stillanlegt bílstjórasætið skipt sköpum við aksturinn.

Snjallmiðstöð og fjarstýrð forhitun tryggir heitan bíl þegar hentar
Citroën ë-C4 X rafbíll er með snjallmiðstöð með tímastillingu sem tryggir ávallt heitan bíl og losar notandann við að skafa á köldum vetrardögum. Hægt er að tímastilla forhitun fyrirfram alla vikudaga á einfaldan og þægilegan hátt. Fjarstýrð virkni gerir einnig kleift að fjarstýra forhitun í MyCitroën® appinu úr síma. Einnig er einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyCitroën® appinu ásamt því að vera með yfirsýn um bílinn þ.á.m. stöðu á drægni, hleðslustöðu, þjónustuyfirlit og panta tíma á þjónustuverkstæði.

100 km drægni á 10 mínútum í 100 kW hraðhleðslu
Hægt er að fullhlaða drifrafhlöðu Citroën ë-C4 X með íslenskri raforku á 5 til 8 klukkustundum í öflugri vegghleðslustöð sem uppsett væri við heimili, á vinnustað eða í hverfahleðslu. Á hraðhleðslustöð fæst 100 km drægni á 10 mínútum í 100 kW hraðhleðslustöð eða um 280 km hleðsla (80%) á 30 mínútum.

Sjálfvirk hemlun eykur drægni
Hægt er að stilla Citroën ë-C4 X á sjálfvirka hemlum með því að ýta á einn takka og þá hemlar bíllinn alltaf sjálfkrafa um leið og fóturinn er tekinn af inngjöfinni. Þetta er ný upplifun fyrir þá sem ekki hafa keyrt rafbíla áður og mörgum þykir þetta aukin þægindi í akstri. Sjálfvirk hemlun eykur drægni rafmagnsbíla vegna þess að rafmótorinn getur endurheimt stöðuorku sem verður tiltæk við hemlun, þegar bíllinn er látinn renna niður brekku eða þegar slegið er af inngjöfinni. Þá hleður bíllinn drifrafhlöðuna og nýtir þannig orku sem ella hefði farið til spillis og eykur þannig drægni bílsins á hreinu rafmagni. Sjálfvirk hemlun fer þar að auki mjög vel með bremsubúnað bílsins og minnkar þar af leiðandi viðhaldskostnað.

Hagkvæmt að keyra um á umhverfisvænum íslenskum orkugjafa
Hagkvæmt er að taka þátt í orkuskiptunum og um leið að njóta allra þeirra þæginda sem rafbílar veita með snöggri, ódýrri, orkuáfyllingu heima eða í vinnu og vernda um leið umhverfið með umhverfisvænum, íslenskum orkugjafa.

Örugg gæði Citroën staðfest með lengri ábyrgð hjá Brimborg
Örugg gæði Citroën ë-C4 X 100% rafbíls eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðunni. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðanda.

Meira Citroen ë-C4 X
Lestu allt um Citroen ë-C4 X á vefsíðu Citroën á Íslandi eða skoðaðu bíla  bíla sem eru á leið til landsins í Vefsýningarsal Brimborgar

Skoða vefsíðu Citroën á Íslandi

Skoða í vefsýningarsal


Vefspjall