Fara í efni

Sólarorkuver Brimborgar sparar kaup á upprunaábyrgðum

Sólarorkuver Brimborgar sparar kaup á upprunaábyrgðum
Sólarorkuver Brimborgar á Polestar rafbílasalnum sparar kaup á upprunaábyrgðum

Landsvirkjun hefur nú tilkynnt að fyrirtækið ætli að Innheimta gjald fyrir svokallaða upprunaábyrgð raforku sem framleidd er á Íslandi skv. þessari frétt https://bit.ly/3BGtNGw. Upprunaábyrgð er staðfesting á því að rafmagn er framleitt úr tiltekinni auðlind þ.e. endurnýjanlegri eins og á Íslandi eða t.d. frá kolum, jarðgasi eða kjarnorku. Sala upprunaábyrgða á raforku á einmitt að hvetja fyrirtæki og einstaklinga til að sýna frumkvæði og fjárfesta í grænni orku eins og sólarorkuverið er dæmi um.

Ef upprunaábyrgð er seld út fyrir landsteinanna til orkunotanda sem ella hefði notað t.d. kol eða jarðgas þá færist það hlutfall kola eða jarðgass til Íslands og erlendi orkunotandinn getur lýst yfir að hann noti orku af endurnýjanlegum uppruna.

Brimborg opnaði stærsta sólarorkuver á Íslandi 21. júní 2022 á sumarsólstöðum á þaki Polestar rafbílasalarins við Bíldshöfða í Reykjavík. Orkan frá sólarorkuverinu er af endurnýjanlegum uppruna og því þarf Brimborg ekki að kaupa upprunaábyrgðir fyrir þann hluta orkunnar sem framleiddur er í sólarorkuverinu sem gerir það enn hagkvæmara en upphaflega var gert ráð fyrir. Polestar rafbílasalurinn hefur notað 19.247 kWst af raforku síðustu 12 mánuði og þar af hefur sólarorkuverið framleitt 10.932 kWst eða um 57% af raforkunni.

Endurbygging húsnæðis fyrir Polestar rafbíla er BREEAM vottuð þar sem meðal annars er lögð áhersla á orkusparnað og orkunýtni. Það auk orkuframleiðslu á staðnum með sólarorkuveri sparar Brimborg kaup á raforku og flutningi hennar og kaup á upprunaábyrgðum auk þess sem staðbundin orkuframleiðsla dregur úr álagi á raforkukerfið á Íslandi þannig að aðrir raforkunotendur geta notað þá endurnýjanlegu orku.

Uppsett afl sólarorkuversins er 26 kW sem kemur frá um 70 sólarsellum sem þekja um 130 þakfermetra en nánar má lesa um sólarorkuverið hér https://bit.ly/3hDkFvx. Brimborg hefur hafið hönnun á öðru sólarorkuveri og er stefnt að því að það verði tvöfalt stærra.

Brimborg kynnti sænska rafbílaframleiðandann Polestar fyrir Íslendingum í nóvember 2021. Á ársafmæli Polestar á Íslandi fögnum við nú þeim áfanga að nýskráningar nýrra Polestar bíla eru næstflestar af öllum rafbílum en á árinu hafa verið afhentir 440 rafbílar af gerðinni Polestar 2. Í lok næsta árs er von á fjórhjóladrifna Polestar 3 rafjeppanum.


Vefspjall