Fara í efni

Nýi 5-7 manna rafbíllinn Opel Combo-e Life væntanlegur til landsins

FORSALA Á NÝJA OPEL COMBO-E LIFE RAFBÍLNUM ER HAFIN Í VEFSÝNINGARSAL NÝRRA BÍLA HJÁ BRIMBORG 
Brimborg kynnir glænýjan Opel Combo-e Life 100% hreinan 5-7 manna rafbíl í tveimur lengdum. Combo-e Life er rúmgóður og sveigjanlegur bíll með stórt farangursrými. Hann hentar þeim sem þurfa stundum mikið pláss undir farangur eins og t.d. tónlistarfólki, hundaeigendum og fjölskyldum sem þurfa pláss fyrir marga barnabílstóla því auðvelt er að spenna börn í bílstóla þar sem sætishæðin er góð og rennihurðir á báðum hliðum gera það að verkum að ekki þarf að hafa áhyggjur af því að reka hurð í næsta bíl. Farangursrýmið er allt að 1.050L og dráttargeta er 750 kg. Opel Combo-e Life hentar einnig vel fyrir fyrirtæki því auðvelt er að fella öll aftursætin og farþegasætið niður til að flytja farm. Í Vefsýningarsal er að finna alla Opel Combo-e Life í pöntun. Þegar draumabíllinn er fundinn er send fyrirspurn beint úr Vefsýningarsalnum sem söluráðgjafi svarar um hæl. Viðskiptavinir geta auðveldlega breytt bílum í pöntun að sínum smekk með aðstoð söluráðgjafa Brimborgar.

Smelltu hér til að skoða Opel Combo-e Life

Smelltu hér til að skoða væntanlega bíla í vefsýningarsal

ALLT AÐ 282 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI
Opel Combo-e Life er 100% hreinn rafbíll með 50 kWh drifrafhlöðu. Drægni bílsins er allt að 282 km. Opel Combo-e Life er fáanlegur með eins fasa 7,4 kW eða þriggja fasa 11 kW innbyggðri hleðslustýringu.

HRAÐHLEÐSLA Í UM ÞAÐ BIL 80% DRÆGNI Á AÐEINS 30 MÍNÚTUM
Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Opel Combo-e Life heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða drifrafhlöðuna á 5 – 7,5 klukkustundum í öflugri heimahleðslustöð og næstum tóma drifrafhlöðuna má hlaða á u.þ.b. 30 mínútum í u.þ.b. 80% drægni í 100 kW.



ALLT AÐ 750 KG DRÁTTARGETA OG 1050 LÍTRA FARANGURSRÝMI
Opel Combo-e Life er rúmgóður bíll með allt að 750 kg dráttargetu og allt að 1050 lítra farangursrými.

FÁANLEGUR Í TVEIMUR LENGDUM; L1 OG L2 – FIMM EÐA SJÖ SÆTA
Opel Combo-e Life er fáanlegur í tveimur lengdum; L1 og L2. L1 útgáfan er fáanleg í fimm sæta útgáfu og býður upp á hámarks þægindi. Þrjú stök fellanleg aftursæti með Isofix festingum gefa eftirsóknarverðan sveigjanleika því hægt er að fella niður sæti eftir þörfum til að stækka skottið. L2 útgáfan er 35 cm lengri en L1 útgáfan þökk sé auknu hjólhafi og yfirhangi að aftan. L2 útgáfan er einnig fáanleg í fimm eða sjö sæta útfærslu.

SNJALLMIÐSTÖÐ OG FJARSTÝRÐ FORHITUN TRYGGIR HEITAN BÍL ÞEGAR HENTAR
Opel Combo-e Life rafbíllinn er fáanlegur með snjallmiðstöð með tímastillingu á forhitun á innra rými sem tryggir ávallt heitan bíl. Hægt er að tímastilla forhitun alla vikudaga fyrirfram, einfalt og þægilegt. Fjarstýrð virkni gerir kleift að fjarstýra forhitun í MyOpel® appinu. Einnig er einfalt að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyOpel® appinu ásamt því að vera með yfirsýn um bílinn þ.á.m. stöðu á drægni, hleðslustöðu, þjónustuyfirlit og panta tíma á þjónustuverkstæði.

VELDU ÞÝSK GÆÐI Í 100% RAFBÍL - 7 ÁRA VÍÐTÆK ÁBYRGÐ Á BÍL OG 8 ÁR Á DRIFRAFHLÖÐU
Örugg gæði Opel Combo-e Life eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og sérstakri 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðenda.


SALAN ER HAFIN Í VEFSÝNINGARSAL BRIMBORGAR
Brimborg hefur hafið sölu á glænýjum Opel Combo-e Life rafbíl í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða hjá Brimborg í júlí og afhendingar til kaupenda einnig. 

Smelltu hér til að skoða Opel Combo-e Life

Smelltu hér til að skoða væntanlega bíla í vefsýningarsal


HANNAÐU ÞINN OPEL COMBO-E LIFE
Brimborg hefur lagt sífellt meiri áherslu á forpöntun nýrra bíla svo kaupendur geti hannað bílana nákvæmlega að sínum óskum hvað varðar lit, innréttingu og búnað. Söluráðgjafar Opel aðstoða viðskiptavini við að setja saman réttu útfærsluna.


Vefspjall