Fara í efni

Eigendur Citroën C4 eru ánægðastir allra bílaeigenda samkvæmt Carbuyer

Eigendur Citroën C4 bíla eru ánægðastir allra bílaeigenda árið 2023 samkvæmt árlegri könnun breska bílavefsins carbuyer sem birtir niðurstöður fyrir notendaupplifun á 75 bílategundum árlega. Samkvæmt eigendunum skora Citroën bílarnir mjög hátt í að vera þægilegir, vel byggðir, áreiðanlegir, hagkvæmir í rekstri, með góðan öryggisbúnað og töldu þeir sig fá mikið virði fyrir peninginn. Þeir voru í fyrsta sæti með einkuninna 93,4% eða heilu prósentustigi yfir næst ánægðustu eigendurna.

Rafmagnsútgáfurnar Citroën ë-C4 og ë-C4 X hafa einnig glatt eigendur sína á Íslandi og í viðskiptavinakönnunum Brimborgar erum við að sjá tilvitnanir eins og „stendur undir væntingum” og “sannkallað töfrateppi“.  Áhersla hefur verið lögð á einstök þægindi og fjöðrun bílsins sem aðgreinir hann frá öðrum bíltegundum. Innra rýmið er hannað með þægindi að leiðarljósi og má þar nefna breið mjúk sæti, mjóhryggsstillingu á bílstjórasæti, háan miðjustokk með armpúða, iPad haldara fyrir farþega frammí og skipt aftursæti með niðurfellanlegt bak.

Hin byltingarkennda fjöðrun sem prýðir Citroën ë-C4 og ë C4 X er síðan áhrifarík uppfinning sem skilar einstaklega mjúkri og skemmtilegri akstursupplifun. Bíllinn svífur yfir hraðhindranir og ójöfnur sem gerir aksturinn einstaklega mjúkan og skemmtilegan. Útlitið á bílunum skemmir heldur ekki fyrir því C4 bílarnir eru bæði háir frá jörðu og með fallegar línur.

Komdu í hóp ánægðra rafbílaeigenda Citroën ë-C4 eða ë-C4 X

Smelltu til að skoða allt um Citroën ë-C4 X

Smelltu til að skoða allt um Citroën ë-C4


Vefspjall