Fara í efni

TG Raf velur Peugeot Partner sendibíla frá Brimborg

TG Raf velur Peugeot Partner sendibíla frá Brimborg
TG Raf velur Peugeot Partner sendibíla frá Brimborg

TG Raf, löggiltur rafverktaki í Grindavík, sem þjónustar útgerðir, vinnslur, verksmiðjur, byggingarverktaka og önnur fyrirtæki velur Peugeot Partner sendibíla með 7 ára ábyrgð! Þeir fengu fyrsta Peugeot Partner sendibílinn í nóvember og bættu við tveimur til viðbótar á dögunum.

Peugeot Partner sendibílar henta fyrirtækjum einstaklega vel þar sem þeir eru ríkulega búnir og fáanlegir í tveimur lengdum og rúma auðveldlega tvö vörubretti.

Að sögn Eyþórs Reynissonar flotastjóra hjá TG Raf var það tvímælalaust 7 ára ábyrgð á bílnum ásamt verði og búnaði sem varð til þess að Peugeot Partner varð fyrir valinu.

Smelltu til að skoða Peugeot Partner

Smelltu til að skoða Peugeot Partner í Vefsýningasal

FÁANLEGUR Í TVEIMUR LENGDUM

Peugeot Partner er hagkvæmur og ríkulega búinn sendibíll sem býður upp á frábært vinnuumhverfi og einstaklega sveigjanlegt flutningsrými. Peugeot Partner er fáanlegur í tveimur lengdum; L1 og L2. Rúmmál hleðslurýmis er allt að 3,9 m³. Með Multiflex innréttingunni, fellanlegu sæti í gólfi og lúgu á þili er einfalt að flytja lengri hluti. Við hönnun Peugeot Partner var sérstaklega vel hugað að hljóðeinangrun og góðri vinnuaðstöðu.

Peugeot Partner Van L2

PEUGEOT PARTNER RÚMAR AUÐVELDLEGA TVÖ VÖRUBRETTI

Peugeot Partner er sveigjanlegur og léttir lífið í dagsins önn. Tvö vörubretti rúmast auðveldlega í L1 útgáfunni. Rúmmál hleðslurýmis er frá 3,3 m³ í L1 útgáfu og 3,9 m³ í L2 útgáfu. Multiflex innréttingin með fellanlegu sæti og lúgu á þili gerir þér kleift að flytja allt að 3,440 m langa hluti í L2 útgáfu og 3,090 m í L1 útgáfu. Breidd á hliðarhurðum er 587mm í L1 og í L2 útgáfu 675 mm. Hæðin á hliðaropnun er einnig mjög góð eða 1,072 m í báðum stærðum. Aðgengi að hleðslurými er því fyrsta flokks. Hleðsluhæðin er einnig þægileg sem auðveldar alla lestun og affermingu. Burðargeta Peugeot Partner er allt að 843 kg og til viðbótar getur Peugeot Partner dregið allt að 1.350 kg.

Peugeot Partner Van L2

PEUGEOT SENDIBÍLAR MEÐ VÍÐTÆKRI SJÖ ÁRA ÁBYRGÐ

Peugeot sendibílar eru með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum í heild. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðanda.

Á myndinni eru Eyþór Reynisson, Leon Þór og Brynjar Bjarkason


Vefspjall