Fara í efni

NÝR PEUGEOT E-3008 RAFMAGNSBÍLL: NÆSTA KYNSLÓÐ PEUGEOT RAFBÍLA

NÝR PEUGEOT E-3008 RAFMAGNSBÍLL: NÆSTA KYNSLÓÐ PEUGEOT RAFBÍLA
Forsala á Íslandi á rafbílnum E-3008 hefst í október.

Árið 2025 mun PEUGEOT bjóða eitt breiðasta úrval rafbíla í Evrópu og endurhannar nú frá grunni sinn vinsælasta bíl í glænýjan rafknúinn sportjeppa: hinn ómótstæðilega E-3008.

PEUGEOT hefur gjörbylt hönnuninni á nýjum E-3008 í takt við ný hönnunarmarkmið Peugeot þar sem heillandi og frumleg hönnun, akstursgleði og einstök afköst rafbíla eru höfð að leiðarljósi sem skilar sér í meiri ávinningi fyrir væntanlega eigendur.

  • Ómótstæðilegt aðdráttarafl með endurhugsaðri og skilvirkri hönnun.
  • Hughrif sem vakna með næstu kynslóðar PEUGEOT i-Cockpit® sem veitir áður óþekkta akstursupplifun.
  • Hágæði með 100% rafmagnsdrægni allt að 700 km og akstursgleði sem skapast af einstökum STLA undirvagni Stellantis bílaframleiðandans.

PEUGEOT 3008 er metsölubíll í núverandi mynd sem hefur heillað meira en 1.320.000 viðskiptavini í 130 löndum á síðustu 7 árum. Bílamerkið hefur ákveðið að bjóða upp á alhliða rafbílalínu árið 2025 og 100% af sölu vörumerkisins verður rafknúin í Evrópu fyrir árið 2030. PEUGEOT gengur inn í nýtt tímabil róttækra umbreytinga með afhjúpun á nýjum E-3008 rafbíl.

PEUGEOT E-3008 er fyrsta gerðin sem notar glænýjan STLA miðlungsstærðar undirvagn bílaframleiðandans Stellantis, sem færir vörumerkið á næsta stig í þróun rafbíla. Þessi nýstárlegi undirvagn hefur verið hannaður til að bjóða upp á mestu akstursgleðina í sínum flokki í þeim þáttum sem viðskiptavinir meta mest: Drægni (allt að 700 km), hraðhleðsluafköst (allt að 30 mínútur), akstursgleði, afköst, skilvirkni og tengda þjónustu og aðgerðir á borð við ferðaskipuleggjanda, snjallhleðslu, bíls sem hleðslugjafa og uppfærslur yfir netið (OTA).

Peugeot E-3008 kemur til landsins í febrúar 2024 og forsala hefst í Brimborg í október
Peugeot E-3008 útfærslur munu byggjast á tveimur útfærslustigum, Allure og GT, með 3 aukabúnaðarpökkum til einföldunar og þremur rafknúnum aflrásum (210 hö, 230 hö Long Range og 320 hö Dual Motor).

LINDA JACKSON, forstjóri PEUGEOT sagði eftirfarandi í tilefni frumsýningardagsins: „Frumsýning á E-3008 er stórt skref í róttækri umbreytingu PEUGEOT í aðlaðandi 100% rafmagnsmerki sem setur ný viðmið fyrir hönnun, akstursánægju og skilvirkni. Með einstakri ytri hönnun, stórfenglegu PEUGEOT Panoramic i-Cockpit®, akstursánægju og áður óþekktum afköstum í rafbíl mun E-3008 leiða PEUGEOT inn í nýtt tímabil þar sem franska vörumerkið mun bjóða eitt breiðasta vöruúrvalið í rafbílum á markaðnum.“

Byltingarkennd rafbílatækni sem setur ný viðmið
PEUGEOT E-3008 er fyrsta gerðin sem nýtur góðs af glænýjum STLA miðlungsstærðar rafbíla undirvagni bílaframleiðandans Stellantis. Hannaður fyrir framtíðar rafbíla samstæðunnar og setur nýtt viðmið á markaðnum.

STLA rafbíla undirvagninn státar af því að bjóða upp á einstaklega mikla raforkurýmd eða allt að 98 kWh í hjólhafi sem er aðeins 2,73 m fyrir E-3008. Þessi afkastamikla hönnun gerir E-3008 kleift að bjóða upp á bestu drægni í sínum flokki (allt að 700 km) en halda samt í lipurð og lágmarks fyrirferð (4,54m langur). Rafhlaðan er 400 volt, bíllinn er búinn varmadælu sem sparar orku og ábyrgð á rafhlöðu er 8 ár eða að 160.000 km miðað við 70% hleðslugetu.

Fjölbreytt úrval af afkastamiklum rafdrifnum aflrásum og tvær rafhlöðustærðir
Nýi E-3008 er hannaður frá upphafi sem rafbíll og nýtur góðs af úrvali af 3 rafknúnum losunarfríum aflrásum til að mæta öllum þörfum viðskiptavina. Peugeot E-3008 er fáanlegur með 73 kWh og 98 kWh rafhlöðum.

  • 73 kWh rafhlaða með drægni allt að 525 km, drif á einum ás og rafmótor með 210 hestöfl/157 kW. Forsala hefst í október og bílar til afhendingar í febrúar 2024.
  • Tvöfaldur mótor með drægni upp á allt að 525 km með 73 kWh rafhlöðu og fjórhjóladrif sem skilar 320 hö/240 kW. Fáanlegur í upphafi árs 2025.
  • 98 kWh rafhlaða með drægni allt að 700 km, drif á einum ás og rafmótor með 230 hestöfl/170 kW. Fáanlegur í upphafi árs 2025.

Hleðsluafköst
Tvær gerðir af innbyggðri hleðslustýringu eru fáanlegar fyrir AC hleðslu sem henta öllum notendum og hleðslulausnum. Annars vegar staðalbúnaður með 11 kW þriggja fasa hleðslustýringu og hins vegar 22 kW þriggja fasa hleðslustýring sem aukabúnaður.

DC hraðhleðslan í nýja E-3008 býður allt að 160 kW hleðsluafköst sem gerir kleift að hlaða 73 kWh staðalrafhlöðuna í E-3008 í allt að 80% á u.þ.b. 30 mínútum.

Hemlabúnaður er með þrjár stillingar til endurheimtar á orku (regenerative braking) og í tveimur afkastamestu stillingunum kviknar sjálfkrafa á hemlaljósum að aftan.

Snjallar hleðslulausnir

  • V1G eða snjallhleðsla
    Þessi aðgerð getur verið samhæfð við þjónustu orkuveitna og stillir tíma og afl sem rafhlaðan í nýja PEUGEOT E-3008 er hlaðin á til að lágmarka kostnað við hleðslu en orkufyrirtæki hér á landi eru þegar byrjuð að feta þá braut að bjóða ódýrara rafmagn á nóttinni.
  • V2L (Vehicle to Load) hleðsla
    Þessi afar hagnýti eiginleiki gefur viðskiptavinum kost á að knýja rafmagnstæki með háspennu rafhlöðu nýja PEUGEOT E-3008. Til dæmis til að hlaða rafmagnshjól eða knýja rafmagnstæki. Kerfið getur veitt allt að 3kW og 16A.

Peugeot Panoramic i-Cockpit® innra rými kynnt til leiks
Ný kynslóð Panoramic i-Cockpit® lítur einnig dagsins ljós í nýjum E-3008. Í GT útgáfunni er m.a. breiður 21 tommu HD víðmyndarskjár sem sameinar mælaborð og snertiskjáinn með stýringunum. Í Allure útgáfunni eru tveir 10 tommu skjáir sameinaðir í eitt spjald sem gefur sama flæði og 21 tommu skjárinn í GT. Led lýsing undir skjáunum gefur tilfinningu um að þeir fljóti og skapar skemmtilegt andrúmsloft í bílnum. Einstaklega góð hljóðeinangrun og sérhannað hljóðkerfi í samstarfi við Focal® með 10 hátölurum er einnig á meðal nýjunga í E-3008.

Sítengdur

  • E-3008 er með tvær USB-C innstungur staðsettar framan á miðborðinu, önnur fyrir hleðslu og gagnaflutning, hin eingöngu fyrir hleðslu.
  • E-3008 er með PEUGEOT i-Connect® Advanced með tveimurUSB-C innstungum til viðbótar (til hleðslu), staðsettar aftan á miðborðinu fyrir farþega í 2. röð.
  • E-3008 er búinn þremur 12 volta innstungum sem staðsettar eru að framan og aftan á miðborðinu og í farangursrýminu.
  • Þráðlaus símahleðsla (15W) er staðsett á miðborðinu.
  • Sjálfvirkar kerfisuppfærslur fara fram í gegnum nettengingu.

Sjálfvirkni og öryggi
Peugeot tekur skref í átt að enn meiri sjálfvirkni með „Drive Assist Plus“ kerfinu. Þetta kerfi aðstoðar bílstjórann með því að nota alla skynjara bílsins og upplýsingar úr leiðsögukerfinu. Á meðal sjálfvirkni möguleika í E-3008 eru veglínuskynjarar með hálfsjálfvirkum akreinaskipti, fjarlægðarstillanlegur hraðstillir og viðvaranir um breytingar á hámarkshraða með lestri umferðarmerkja.

Öryggisbúnaður í E-3008 er framúrskarandi. Bíllinn bremsar t.d. sjálfvirkt og gefur árekstrarviðvörun ef bíllinn nálgast hluti á of miklum hraða. Skynjarar láta vita ef að athyglin er ekki á akstrinum svo sem ef bíllinn rásar eða fer yfir veglínur og les á umferðarskilti og viðvaranir um einstefnur og lokanir. Blindpunktaviðvaranir eru upp að 75 metrum og háþróuð spólvörn er með stillingar fyrir snjó.

Sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu
Stellantis framleiðandi Peugeot hefur sett skýr markmið til að minnka CO2 losun fyrir árið 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir 2038. Til að ná settum markmiðum, er sjálfbærni höfð að leiðarljósi við framleiðslu á E-3008.

Yfir 500 kg af umhverfisvænum efnum eru notuð við framleiðslu á Peugeot e-3008. Grænt stál og ál telja um 60% og endurunnið plast er síðan notað m.a. í stuðara, geymslurými, vindskeið og teppi. Allt króm hefur verið fjarlægt af ytra byrgði bílsins með sjálfbæra hönnun í huga.

Forsala hefst von bráðar
Forsala á Peugeot E-3008 hefst hjá Brimborg í október og verða bílarnir seldir með 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ár á drifrafhlöðu hér á landi. Nánari upplýsingar um Peugeot E-3008 eru væntanlegar.


Vefspjall