Fara í efni

Marsmánuður sá stærsti í sögu Peugeot á Íslandi

Marsmánuður sá stærsti í sögu Peugeot á Íslandi
Marsmánuður var sá stærsti í sögu Peugeot á Íslandi.

Marsmánuður var sá stærsti í sögu Peugeot á Íslandi en 82 Peugeot bílar voru afhentir í mánuðinum. Það má með sanni segja að Íslendingar hafi tekið Peugeot bílum fagnandi enda hafa Peugeot fólks- og sendibílar aldrei notið jafn mikilla vinsælda á Íslandi hvorki fyrr né síðar og markaðshlutdeild aldrei verið hærri sem er einstaklega ánægjulegt fyrir Peugeot eigendur sem skilar sér í frábæru endursöluverði Peugeot bíla. Peugeot bílar smellpassa á íslenska markaðinn með glæsilegri hönnun ytra útlits, nútímalegu og notendavænu innrarými ásamt framúrskarandi rafmagns- og tengiltvinntækni (PHEV) ásamt auknum gæðum og framúrskarandi þjónustu Brimborgar með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu raf- og tengiltvinnrafbíla.

RAFBÍLADAGAR PEUGEOT HJÁ BRIMBORG Í APRÍL

Brimborg og Peugeot eru í forystu þegar kemur að úrvali rafmagnaðra fólks- og sendibíla á hagstæðu verði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bíl og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Nú í apríl efnir Brimborg til rafbíladaga í Peugeot. Á rafbíladögum Peugeot verða tilboð á völdum rafmögnuðum bílum og búnaði tengdum rafbílum s.s. á hleðslustöðvum og hleðsluköplum. Sérfræðingar Peugeot veita framúrskarandi þjónustu og faglega ráðgjöf við kaupendur rafmagnaðra bíla.

HRÖÐUM ORKUSKIPTUM MEÐ PEUGEOT RAF- OG TENGILTVINNRAFBÍLUM

Peugeot gerir viðskiptavinum kleift að taka þátt í orkuskiptunum strax í dag. Framúrskarandi drægni, góður hleðsluhraði, fagleg þjónusta og ráðgjöf við kaupendur rafmagnaðra bíla. Viðskiptavinir njóta allra þeirra þæginda sem raf- og tengiltvinnrafbílar veita með eldsnöggri, ódýrri, orkuáfyllingu heima eða í vinnu og vernda um leið umhverfið með umhverfisvænni, íslenskri orku.

ÚRVAL TENGILTVINNRAFBÍLA OG 100% HREINNA RAFBÍLA FRÁ PEUGEOT

PEUGEOT e-208 | 100% HREINN RAFBÍLL

- 340 km drægni á 100% hreinu rafmagni
- 30 mínútur í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð
- Fjarstýrð forhitun tryggir alltaf heitan bíl
- Varmadæla eykur virkni miðstöðvar og drægni
- Snögg hröðun 8,1 sek í 100 km/klst

Verð frá 4.150.000 kr.
Komdu og reynsluaktu Peugeot e-208 100% rafbíl!

Peugeot e-208

Smelltu og kynntu þér Peugeot e-208

Skoðaðu Peugeot e-208 í Vefsýningarsalnum

PEUGEOT e-2008 | 100% HREINN RAFBÍLL

- 320 km drægni á 100% hreinu rafmagni
- 30 mínútur í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð
- Fjarstýrð forhitun tryggir alltaf heitan bíl
- Varmadæla eykur virkni miðstöðvar og drægni
- Mikil veghæð og há sætisstaða

Verð frá 4.470.000 kr.
Komdu og reynsluaktu Peugeot e-2008 100% rafbíl!

Smelltu og kynntu þér Peugeot e-2008

Skoðaðu Peugeot e-2008 í Vefsýningarsalnum

PEUGEOT 3008 PHEV | TENGILTVINN RAFBÍLL

- Rafmagn og bensín, 50-59 km drægni á 100% hreinu rafmagni
- 22 cm veghæð – kemst hvert á land sem er
- Fram- eða fjórhjóladrifinn, kraftmikill 225-300 hestöfl
- Fjarstýrð forhitun tryggir alltaf heitan bíl
- Einföld og hröð hleðsla

Peugeot 3008 PHEV – Framdrifinn. Verð frá 6.090.000 kr.
Peugeot 3008 PHEV AWD – Fjórhjóladrifinn. Verð frá 6.890.000 kr.


Komdu og reynsluaktu Peugeot 3008 tengiltvinn rafbíl!

Smelltu og kynntu þér Peugeot 3008 PHEV

Skoðaðu Peugeot 3008 PHEV í Vefsýningarsalnum

PEUGEOT RAFSENDIBÍLAR MEÐ 41,7% HLUTDEILD Í MARS

Brimborg er það bílaumboð sem býður mest úrval rafsendibíla knúna 100% rafmagni. Hlutdeild Peugeot rafsendibíla var 41,7% í mars og er mikill fjöldi seldra rafsendibíla á leiðinni til landsins á næstu vikum og mánuðum.

RÍKULEGT ÚRVAL RAFSENDIBÍLA KNÚNA 100% RAFMAGNI FRÁ PEUGEOT

Brimborg býður mesta úrval rafsendibíla frá Peugeot sem eru ríkulega búnir, fáanlegir í mörgum stærðum, útfærslum og með mismunandi eiginleika knúna 100% rafmagni sem býður upp á uppá allt að 330 km drægni á 100% íslenskri raforku.

Mikil áhersla er lögð á sparneytni, fyrirtaks vinnuaðstöðu með góðu aðgengi og hámarks nýtingu. Þú getur stólað á fyrsta flokks gæði og fyrirmyndarþjónustu Peugeot sendibíla

Láttu gæðin vinna með þér í Peugeot sendibíl með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu í rafsendibílunum e-Partner og e-Expert.

LANGDRÆGUR PEUGEOT e-EXPERT RAFSENDIBÍLL KNÚINN 100% RAFMAGNI

Peugeot e-Expert er langdrægur rafsendibíl knúinn 100% rafmagni með allt að 330 km drægni, fjarstýrðri forhitun sem tryggir að bíllinn sé heitur og þægilegur þegar lagt er af stað, ríkulegum staðalbúnaði t.a.m bakkmyndavél og blindpunktsaðvörun, Moduwork innréttingu sem gerir notenda kleift að flytja allt að 4,026 m langa hluti og allt að 6,6 m3 hleðslurými.

Peugeot e-Expert rafsendibíll knúinn 100% rafmagni kostar frá 5.390.000 kr. og er fáanlegur í tveimur lengdum; millilangur (L2) og langur(L3).

Peugeot e-Expert 100% rafsendibíll

Skoðaðu Peugeot e-Expert rafsendibíl í í Vefsýningarsalnum

Smelltu og kynntu þér Peugeot e-Expert rafsendibíl

NÝR PEUGEOT e-PARTNER RAFSENDIBÍLL KNÚINN 100% RAFMAGNI

Peugeot e-Partner er glænýr rafsendibíl knúinn 100% rafmagni með mjög góða drægni og hraða rafhleðslu. Peugeot e-Partner hentar fyrirtækjum og einyrkjum mjög vel sem vilja skipta yfir í íslenska, sjálfbæra orku, annars vegar til að spara í rekstrarkostnaði og hins vegar til að stíga visthæf skref í átt að sjálfbærni í umhverfismálum.

Peugeot e-Partner rafsendibíll er væntanlegur til landsins í júní og mun Brimborg bjóða hann í tveimur lengdum með 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu

/image/84/6/peugeot-partner-2101styp001-web30.817846.jpg

Skoðaðu Peugeot e-Partner rafsendibíl í í Vefsýningarsalnum

Smelltu og kynntu þér Peugeot e-Partner rafsendibíl

SÝNINGAR- OG REYNSLUAKSTURSBÍLAR Á STAÐNUM
Við erum með sýningar- og reynsluakstursbíla á staðnum. Komdu og prófaðu raf- og tengiltvinnrafbíla frá Peugeot og tryggðu þér nýjan rafmagnaðan bíl á einstaklega hagstæðu verði. Gæðin heilla þig strax.

HVAÐA LITIR ERU Í BOÐI OG HVERNIG GET ÉG TEKIÐ FRÁ BÍL?
Skoðaðu alla Peugeot bíla á vef Peugeot; peugeotisland.is Smelltu þar á Vefsýningarsalinn þar sem þú getur skoðað mismunandi liti og búnaðarstig. Veldu þinn bíl, smelltu á rauða hnappinn „Hafðu samband“ og láttu taka bíl frá strax í dag.

BRIMBORG FYRST BÍLAUMBOÐA MEÐ HEILDSTÆTT SJÁFBÆRNIUPPGJÖR

Brimborg er fyrst bíla- og atvinnutækjaumboða á Íslandi og fyrsta ökutækjaleigan á Íslandi sem gefur út heildstætt sjálfbærniuppgjör fyrir árið 2021 fyrir öll rekstrarsvið félagsins á öllum starfsstöðvum um allt land og er þetta stóra vistskref í samræmi við umhverfisstefnuna Visthæf skref og við kjörorð félagsins, Öruggur staður til að vera á.

Einfaldaðu rafbílaskiptin. Láttu okkur sjá um allt, gott uppítökuverð á gamla bílnum, hagstæða græna fjármögnun, tilboð í hleðslustöð og ókeypis ráðgjöf við val á hleðslustöð. Við tökum allar gerðir eldri bíla uppí.