Að kaupa bíl

Að kaupa bíl

Að kaupa bíl er vandasamt verk enda skipta gjarnan háar fjárhæðir um hendur og miklir hagsmunir eru í húfi. Því er mikilvægt að eiga bílaviðskipti við traustan aðila. Brimborg hefur stundað viðskipti með notaða bíla í áratugi, hefur starfsleyfi til reksturs bílasölu og hjá okkur starfa reynsluboltar með réttindi til bílasölu.

Að kaupa bíl og réttur kaupandans til ástandsskoðunar

Að mörgu er að hyggja þegar kaupa á bíl og m.a þarf að huga vel að endursöluverði, hvort bíllinn sé rétt verðlagður og í hvernig ástandi bíllinn er. Það er lögbundin ábyrgð bílasala að upplýsa væntanlegan kaupanda um rétt hans til að fara með bílinn í ástandsskoðun hjá óháðum aðila áður en gengið er frá kaupunum.

Hvernig væri að kaupa bíl hjá Brimborg í dag? Komduhringdu eða sendu fyrirspurn og fáðu nánari upplýsingar um hvernig best er að kaupa bíl hjá Brimborg.

 

 

 

 

Svæði

Brimborg er bílaumboð þar sem fást nýir bílar og notaðir bílar til sölu frá Ford, Volvo, MazdaCitroën og Peugeot. Í vörulínu Brimborgar eru fólksbílar, jeppar, sendibílar, pallbílar og rútur. Boðið er upp á bílafjármögnun, m.a. bílalán og bílasamninga, frá öllum fjármálafyrirtækjum hjá Brimborg. Uppítaka býðst á öllum tegundum bíla hjá Brimborg. Reynsluakstur er sjálfsagt mál hjá Brimborg til að tryggja ánægju viðskiptavina og af sömu ástæðu tökum við ábyrgð bílasala alvarlega og fylgjum reglum þar að lútandi í hvívetna. Brimborg rekur verkstæði fyrir bíla sína og til að tryggja hátt þjónustustig eru varahlutir í úrvali á lager. Bílaleiga er hluti af þjónustuframboði Brimborgar þar sem fást bílar til leigu m.a. sendibílar til leigu og langtímaleiga á bílum. Stór atvinnutæki eru til sölu hjá Brimborg t.d. Volvo vörubílar, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar og Volvo Penta bátavélar.

© Höfundarréttur 2013-2017  |  Skilmálar  |  Veftré