Fara í efni

Rafvæðingarátak Brimborgar. Breyttu druslunni í rafmagnað djásn!

Rafvæðingarátak Brimborgar. Breyttu druslunni í rafmagnað djásn!
Breyttu druslunni í rafmagnað djásn!

Með rafvæðingarátakinu „Breyttu druslunni í rafmagnað djásn“ býður Brimborg eigendum keyrsluhæfra notaðra bíla sem eru skráðir og í umferð að lágmarki 500.000 kr. uppítökuverð upp í notaðan rafbíl eða tengiltvinnbíl í eigu Brimborgar. Með því að skipta í rafmagnaðan bíl lækkar þú aksturskostnað bílsins um helming, þú færð öruggari bíl og leggur þitt að mörkum til að draga úr loftmengun og minnka koltvísýringslosun með því að fækka meira mengandi bílum á götunum.

Auðvelt að keyra á rafmagni

Meðalakstur heimilis á Íslandi er um 38 km á dag og með góðri hleðsluaðstöðu við heimili eða vinnustað er auðvelt að keyra rafbíl að öllu leiti eða tengiltvinnbíl (PHEV) að mestu á rafmagni. Íslensk heimili eru að skipta yfir í rafmagnaða bíla og setja upp hleðslustöðvar sem skilar sér í helmingi lægri aksturskostnaði miðað við venjulega bensínbíla auk þess sem rafmagnaðir bílar þegar þeir eru eknir á rafmagni draga úr loftmengun og minnka koltvísýringslosun.

Nýttu þér „Breyttu druslunni í rafmagnað djásn“ skiptitilboð Brimborgar

Við bjóðum:

  • Notaða, yfirfarna rafbíla og tengiltvinnbíla til sölu í miklu úrvali á hagstæðu verði
  • Uppítöku á gamla bílnum, skráðum og í umferð, fyrir að lágmarki 500.000 kr.
  • Allt að 80% fjármögnun í allt að 8 ár
  • Sérkjör á 3 fasa heimahleðslustöð með kapli sem nýtist bæði fyrir PHEV bíla og hreina rafbíla á aðeins kr. 67.915 kr. Við gerum fast verðtilboð í uppsetningu. Hleðslustöð og uppsetningu er hægt að fjármagna með bílnum.

Smelltu hér til að skoða alla notaða rafbíla og tengiltvinnbíla til sölu hjá Brimborg

Uppítökubílarnir fara í eitt af þremur viðurkenndum ferlum hjá Brimborg

  • Í endurnot: Bestu bílarnir eru yfirfarnir, lagfærðir og færðir í betra ástand fyrir endursölu
  • Í endurvinnslu: Meira mengandi bílar eru seldir áfram til bílapartasala sem rífa þá niður og selja íhluti úr þeim í aðra bíla sem þurfa lagfæringar við
  • Í brotajárn: Mest mengandi bílarnir eru færðir í brotajárn sem fer til endurvinnslu

Íslensk heimili skipta yfir á íslenskt rafmagn og stíga inn í framtíðina

Fleiri og fleiri íslensk heimili skipta nú bensínbílnum yfir í umhverfisvænni og sparneytnari rafbíl eða tengiltvinnbíl með lægri rekstrarkostnaði. Með uppsetningu hleðslustöðvar við heimili nýtist rafbíllinn eða tengiltvinnbíllinn einstaklega vel og þar kemur einstakt hleðslustöðvatilboð Brimborgar sér vel.

Helmingi lægri aksturskostnaður rafbíla og tengiltvinnbíla

Samanlagður eldsneytis- og kílómetragjaldskostnaður meðalheimilis við að aka rafbíl alfarið á rafmagni eða tengiltvinnbíl að tveimur þriðju hlutum á rafmagni er helmingi lægri en eldsneytiskostnaður venjulegs bensínbíls. Í krónum talið getur sparnaðurinn numið um 180 þús. til 250.000 krónum á ársgrundvelli.

Forsendur útreiknings:

  • Akstur á dag 38 km, akstur á ári 14.000 km
  • Verð á bensínlítra 320 kr.
  • Verð á kWh við heimahleðslu 17 kr.
  • Eyðsla bensínbíls 7 lítrar per 100 km
  • Orkunotkun rafbíls: 20 kWh per 100 km
  • Orkunotkun PHEV bíls:
    • Bensíneyðsla 7,3 lítrar per 100 km miðað við 30% akstur á bensíni
    • Rafmagnsnotkun: 20 kWh per 100 km miðað við 70% akstur á rafmagni
  • Heildar orkukostnaður bensínbíls á ári: 313.600 kr.
  • Heildar orku- og kílómetragjaldskostnaður PHEV bíls á ári: 131.432 kr.
  • Heildar orku- og kílómetragjaldskostnaður rafbíls á ári: 47.600 kr.

Smelltu hér til að skoða alla notaða rafbíla og tengiltvinnbíla til sölu hjá Brimborg


Vefspjall