Fara í efni

Brimborg og e1 draga úr hleðslukvíða með öflugu hraðhleðsluneti og einföldu aðgengi

Brimborg og e1 draga úr hleðslukvíða með öflugu hraðhleðsluneti og einföldu aðgengi
Þú færð lægra verð á orku hjá Brimborg Bílorku. Myndin er af 180 kW stöðinni við Breiðhöfða 1 í Reykjavík.

Brimborg og e1 draga úr hleðslukvíða með öflugu hraðhleðsluneti Brimborgar Bílorku og einföldu aðgengi að hraðhleðslustöðvum með e1 appinu. Brimborg styður með þessum hætti við íslensk sprotafyrirtæki og hraðar orkuskiptunum með því að auðvelda rafbílanotendum að hlaða allar stærðir og gerðir rafbíla. Hraðhleðslunet Brimborgar ásamt e1 appinu þjónar öllum gerðum fólksbíla, sendibíla, vörubíla, og hópferðabíla og opnar aðgang að öllum hraðhleðslustöðvum Brimborgar - í e1 appinu! Þar er hægt að finna, hlaða og greiða í hleðslustöðvar á einum stað. Brimborg Bílorka er með hraðhleðslustöðvar á 8 stöðum á höfuðborgarsvæðinu og til viðbótar 600kW stöð við Flugvelli 8 í Reykjanesbæ. Nánar um stöðvarnar hér. Þú færð orku á lægra verði hjá Brimborg Bílorku og með auðveldu aðgengi og einfaldri greiðslulausn með e1 appinu.

,,Rafbílanotendur vilja einfalt aðgengi að hleðslustöðvum og fleiri hleðslumöguleika óháð því hver á eða rekur stöðvarnar. Rafbílanotendur geta einfaldlega sett upp e1 appið og fengið aðgang að öllum hraðhleðslustöðvum sem Brimborg hefur opnað og hyggst opna en einnig að stöðvum annarra rekstraraðila. Orkuskipti í vegasamgöngum er gríðarlegt hagsmunamál fyrir Íslendinga og því er samvinna mikilvæg til að fjölga hleðslustöðvum og einfalda aðgengi að þeim.“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.

Með e1 appinu er líf rafbílanotenda einfaldað auk þess sem e1 býður upp á deilihagkerfi þar sem allir eigendur hleðslustöðva geta tengt stöðvar sínar hvar sem er á landinu inn í e1 appið og selt öðrum aðgang að þeim og haft af því tekjur. Aðgengi er tryggt fyrir alla rafbílanotendur í gegnum e1 appið auk þess sem e1 sér um þjónustuaðstoð við notendur og greiðslumiðlun til eigenda hleðslustöðvanna.

„Við erum deilihagkerfi eða markaðstorg fyrir allar gerðir og stærðir hleðslustöðva, hvort sem er hraðhleðslur eða minni stöðvar. Eigendur hleðslustöðva t.d. heimili, húsfélög, fyrirtæki eða rekstraraðilar stærri hleðsluneta, geta með e1 appinu bæði nýtt þær í eigin þágu og/eða deilt þeim með öðrum rafbílanotendum og aukið nýtingu þeirra.

e1 appið verður sífellt útbreiddara og gleður það okkur mjög að fá Brimborg og allar þeirra nýju framtíðar hleðslustaðsetningar í e1 appið og geta með því aukið þjónustu við rafbílanotendur. e1 kerfið er opin lausn, auðveld í notkun og hentar öllum sem vilja styðja við orkuskiptin og auka nýtingu og tekjur hleðslustöðva sinna - við bjóðum alla eigendur hleðslustöðva velkomna í viðskipti og gerum stöðvar þeirra sýnilegar í e1 appinu til hagsbóta fyrir þá og rafbílanotendur,“ segir Hafrún Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri e1.

Meira um stöðvar Brimborg Bílorku hér.


Vefspjall