Fara í efni

Rafknúnir fólks- og atvinnubílar gegn loftmengun

Rafknúnir fólks- og atvinnubílar gegn loftmengun
Rafknúnir fólks- og atvinnubílar gegn loftmengun

Umræða um mengun í froststillum í Reykjavík hefur verið áberandi í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mengunin stafar ekki frá nagladekkjum heldur annars vegar af of miklu magni af niturdíoxíði (NO2) vegna útblásturs frá bílum sem brenna jarðefnaeldsneyti og hins vegar af brennisteinsvetni (H2S) frá jarðvarmavirkjunum.

Mengunina má því leysa á tvennan hátt. Annars vegar með því að dæla brennisteinsvetninu frá jarðvarmavirkjunum niður í jarðlögin og hins vegar með því að ganga hreint til verks í orkuskiptum í samgöngum og skipta út fólks- og atvinnubílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn.

Brimborg lagði sitt af mörkum á nýliðnu ári og skráði 1.343 fólksbíla og sendibíla sem eru knúnir rafmagni og var því stærst á rafbílamarkaði með 23,3% hlutdeild og voru rafbílar 47,7% af heildarsölu Brimborgar á árinu. Einnig kynnti Brimborg rafknúna Volvo þungaflutningabíla til sölu á árinu og munu fyrstu bílarnir fara í notkun á árinu 2023 hjá 11 fyrirtækjum í 8 atvinnugreinum.

Kynntu þér rafknúna bíla hjá Brimborg og taktu þátt í orkuskiptunum.

Rafknúnir fólksbílar

Rafknúnir sendibílar

Frétt um rafknúna vörubíla


Vefspjall