Fara í efni

Polestar kemur til Íslands

Polestar kemur til Íslands
Polestar kemur til Íslands

Polestar, sænskur framleiðandi hágæða rafbíla með afburða aksturseiginleika, hefur hafið sölu bíla sinna á Íslandi með Polestar 2 rafbílnum. Polestar hefur valið Brimborg, sem er einn fremsti sölu- og dreifingaraðili bíla á landinu, til að vera umboðsaðili sinn á Íslandi.

• Polestar 2, hágæða rafbíll með afburða aksturseiginleika, er hægt að panta á polestar.com/en-is/
• Brimborg er opinber umboðsaðili fyrir Polestar rafbíla á Íslandi
• Fyrsti Polestar Space sýningarsalurinn hefur opnað í Reykjavík
• Polestar 2 Long range Dual motor kostar frá 6.750.000 kr.
• Nánar um verð, búnað, aukahluti, tækniupplýsingar og pöntun á reynsluakstri neðar í þessari frétt

PANTA REYNSLUAKSTUR

SKOÐA POLESTAR Í VEFSÝNINGARSAL

Nils Mösko, forstöðumaður stefnumótunar og viðskiptaþróunar hjá Polestar, segir: „Við hlökkum til að koma með Polestar til Íslands sem er í fararbroddi í heiminum þegar kemur að grænni orku. Þar sem raforkan á Íslandi er næstum 100% endurnýjanleg og metnaður okkar til að ná kolefnishlutleysi er mikill, erum við líka mjög stolt af því að bæta Íslandi við markaðssvæðin okkar. Sem framleiðandi hágæða rafbíla fannst okkur Brimborg vera kjörinn samstarfsaðili og við erum ákaflega ánægð með að vera komin í samstarf með þeim.“

„Ég trúi því að sérhæft, hágæða, rafbílamerki á borð við Polestar sem státar af afburða aksturseiginleikum muni hrista rækilega upp í bílamarkaðnum og leggjast af krafti á árarnar með okkur Íslendingum við að ná metnaðarfullu markmiði Íslands um að verða fyrsta jarðefnaeldsneytislausa landið í heiminum árið 2050. Við hjá Brimborg erum eðlilega mjög spennt fyrir því að vera orðin opinber umboðsaðili Polestar á Íslandi, “ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. „Við bíðum þess með eftirvæntingu að kynna Polestar upplifunina fyrir neytendum og það er enginn vafi á því að bíll á borð við Polestar 2 mun festa sig í sessi sem leiðandi á markaði hágæða rafbíla“

Polestar

Polestar netkaup og Polestar Space sýningarsalur

Polestar rafbílar eru keyptir á polestar.com/is í gegnum einfalt og fullkomlega stafrænt ferli sem stutt er við með sölustöðum víða um heim sem ganga undir nöfnunum Polestar Space og Polestar Destination. Þessir sérhönnuðu sölustaðir skapa neytendum einstaka upplifun af vörumerkinu og gera þeim kleift að eiga þægileg samskipti við Polestar sérfræðinga til að kynna sér bílana í þaula, þar á meðal með reynsluakstri. Polestar Space sýningarsalur hefur opnað í Reykjavík hjá Brimborg en stærri, framtíðar, Polestar Destination sýningarsalur opnar í Brimborg á fyrsta fjórðungi ársins 2022.

Reynsluaktu Polestar

Pantaðu reynsluakstur og söluráðgjafi svarar um hæl

PANTA REYNSLUAKSTUR

SKOÐA POLESTAR Í VEFSÝNINGARSAL

Polestar 2

Polestar 2 er framúrstefnulega hannaður og býður upp á einstaka akstursupplifun í flokki hágæða rafbíla með vegan innréttingu sem staðalbúnað, sjálfbærniáherslu í öllu efnisvali, leiðandi tækni og notendavæna akstursupplifun.

Polestar 2 var heimsfrumsýndur árið 2020 og hlaut mikið lof frá viðskiptavinum, aðdáendum og fjölmiðlum. Polestar 2 er margverðlaunaður. Hann hlaut titilinn „Bíll ársins“ í Noregi og Sviss, var kosinn besti alhliða rafbíllinn af BBC Top Gear Magazine, hlaut Red Dot-verðlaunin fyrir framúrskarandi hönnun og eftirsótta titilinn „Gullna stýrið“ í Þýskalandi.

„Polestar 2 er mjög aðlaðandi og kraftmikill bíll sem státar af framúrstefnulegri og nútímalegri hönnun sem tekið er eftir og viðskiptavinir okkar eru hæstánægðir,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar. „Hann býr yfir fullkominni samsetningu eiginleika: rafknúinn, sjálfbær, stafrænn, glæsilegur með framúrskarandi aksturseiginleika – allt það besta sem til er.“

Polestar 2 var fyrsti bíllinn í heiminum sem kom á markað með upplýsinga- og afþreyingarkerfi frá Android með innbyggðum Google-eiginleikum. Android Automotive upplýsinga- og afþreyingarkerfið býður upp á traust og aðlögunarhæft stafrænt umhverfi þar sem smáforrit og virkni bílsins samþættast. Kerfið býður í fyrsta sinn upp á innbyggða Google-þjónustu í bíl – þar á meðal Google Assistance, Google Map með stuðningi fyrir rafbíla og Google Play Store. Náttúruleg raddstýring ásamt 11 tommu snertiskjá hleypa lífi í þetta nýja viðmót. Stöðug nettenging tryggir einnig að smáforritin eru ávallt uppfærð, sem og bíllinn sjálfur. Polestar notar þráðlausar uppfærslur (OTA) til reglulegra uppfærslna á hugbúnaði bílsins og til uppfærslu á nýjum búnaði, og sér þannig til þess að Polestar 2 sé alltaf eins og glænýr bíll.

Polestar 2 verður í boði á Íslandi með stóra 78 kWh drifrafhlöðu og tvo rafmótora sem skapar einstakt fjórhjóladrifsgrip með heildarafköstum sem nema 300 kW / 408 hestöfl og 660 Nm togi. Auk ríkulegs staðalbúnaðar er Pilot pakki í boði sem inniheldur háþróaða akstursstuðningstækni og uppfærða innilýsingu ásamt mörgu öðru.

Performance pakkinn sem inniheldur Brembo-hemla, stillanlega Öhlins-dempara, 20 tommu þrykktar álfelgur og einkennandi „Swedish Gold“ hönnunaráherslur, er í boði sem aukabúnaður og hefur akstursupplifunina upp á hærra svið.

Polestar 2 Long range Dual motor er með ríkulegum staðalbúnaði og kostar 6.750.000 kr.

Honum fylgir fimm ára ábyrgð, átta ára ábyrgð á drifrafhlöðu, þjónusta og viðhald í þrjú ár / að 100.000 km., hvort sem kemur á undan, ókeypis lánsbíll við reglulega þjónustu og ábyrgðaviðgerðir og vegaþjónusta um land allt skv. nánari skilmálum.

Reynsluaktu Polestar

Pantaðu reynsluakstur og söluráðgjafi svarar um hæl

PANTA REYNSLUAKSTUR

SKOÐA POLESTAR Í VEFSÝNINGARSAL

VERÐ, BÚNAÐUR OG TÆKNIUPPLÝSINGAR

Polestar

Staðalbúnaður

Staðalbúnaður (fyrir neðan staðalbúnað eru upplýsingar um aukapakkana, Pilot pakka og Performance pakka).

Plus pakki, Varmadæla, Harman Kardon hágæða hljómtæki með 13 hátölurum (600W), Upphitaðir rúðupissspíssar. Upphituð aftursæti, Upphitað stýri, WeaveTech (vegan) innrétting með Black Ash áferð, High-level lýsing í innréttingu, Panorama þak með spegluðu Polestar merki, Ökumannssæti að fullu rafstýrt með minnisstillingum, Farþegasæti að fullu rafstýrt, Handvirk framlenging setu framsæta, Þráðlaus símahleðsla 15 W, Aukarými í skotti með pokahaldara, Skyggðar afturrúður, Afþreyingarkerfi stutt af Android Automotive OS, Innbyggt Google (Google Assistant, Google Maps, Google Play Store), Framúrstefnulegur 12,3-tommu stafrænn ökumannsskjár, 11,15-tommu miðlægur skjár, 4 x USB-C tengi: 2 framan, 2 aftan, Bluetooth tenging (samhæft öllum símum), Hleðslukapall 6m, IEC 3P 230V, 16A 11kW, Type 2, Mode 3 , Hleðslukapall 7m, IEC 1P 230V, 10A 2.3kW, Schuko, Type 2, Mode 2, Regnskynjari , Rafknúinn afturhleri með varlegri lokun, Lyklalaust aðgengi og snertilaus opnun afturhlera (fótaskynjari með breitt skynsvið), Framsæti með fjórum rafstillingum og mjóhryggsstuðningi, 4 glasahaldarar (2 framan, 2 aftan), Aftursæti skipti 40/60, 12V tengi í skotti, Farangursrými að framan (35-41 lítrar), Bílastæðaaðstoð að framan og aftan. Eins fetils akstur (endurheimt hemlaorku), stillanlegur, Stýrisátak stillanlegt, Rafstýrð miðstöð, 2-svæða, CleanZone m/ for-loftræstingu, marglaga síu, Forstillanleg upphitun farþegarýmis , Upphituð framsæti, Sexhyrnd lögun gírstangarhnúðs með upplýstu Polestar merki, Taumottur, Collision Avoidance and Mitigation með hemlunar- og stýrisstuðningi; skynjun aðkomandi bíla, hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda, Run-off Road Mitigation, Forward Collision Warning, Oncoming Lane Mitigation, Lane Keeping Aid með stýrisstuðningi, Post-Impact Braking, Road Sign Information, Driver Alert, Connected Safety, Hraðastillir og aðlaganlegur hámarkshraðatakmarkari með umferðaskiltalesara, Hill Start Assist, Electronic Stability Control (ESC), Indirect Tyre Pressure Monitoring System, AVAS (Acoustic Vehicle Alert System), 8 öryggisloftpúðar, Ökumaður og farþegi, Í báðum hliðum, Í báðum innri-hliðum, Gardína í báðum hliðum, Bakhnykksvörn, framsæti, Aftengingarkostur, öryggispúði farþega, ISOFIX barnastólsfestingar í aftursæti og í farþegasæti, Euro NCAP einkunn: 5 stjörnur, Þjófavörn með hreyfiskynjara að innan, Tvílæsing hurðaskráa, Þjófavörn sem nemur hreyfingu bíls, Ein venjuleg fjarstýring og ein vatnsheld fyrir útivist, Viðgerðarsett fyrir hjólbarða, Fyrstu hjálpar sett, Öryggisþríhyrningur, Thor’s Hammer aðalljós með dagljósum, Full-LED afturljósabar með einkennandi stöðugri lýsingu, sjálfvirk dimming, Rammalausir hliðarspeglar, rafknúnir og upphitaðir, Sjálfvirk dimming afturspegils, Mid-level lýsing í innréttingu, 19" 5-V bita álfelgur, demantaskornar.

Pilot pakki

Pilot pakki kostar aukalega 400.000 kr.

Ökumanns eftirtekt, Blind Spot Information System (BLIS) með stýrisstuðningi, Cross Traffic Alert (CTA) með hemlunarstuðningi, Rear Collision Warning and Mitigation, Ökumannsaðstoð, Aðlögunarhæfur hraðastillir, Pilot Assist með hröðunar-, hemlunar- og stýrisstuðningi allt að 130 km/klst, Emergency Stop Assist, 360 myndavél, Sjálfvirk dimming afturspegils, Pixel LED aðalljós með aðlaganlegum háa geisla, Active Bending Headlights með beygjuljósum, LED þokuljós að framan með beygjueiginleikum, Fram- og afturljós með ljósaröð.

Performance pakki

Performance pakki kostar aukalega 700.000 kr.

20-tommu álfelgur, 4-Y bita hönnun, demantaskornar, Continental SportContact™ 6 (245/40R20), Brembo 4-stimpla bremsudælur með loftkældum og boruðum framdiskum (375x35 mm), Öhlins Dual Flow Valve (DFV) stillanlegir demparar, Gullitaðar bremsudælur, ventlahettur og sætisbelti.

Stakur aukabúnaður

  • 20"álfelgur, 4-V bita hönnun, demantaskornar with Continental PremiumContact™ 6 (245/40R20) hjólbörðum: 150.000 kr.
  • Loftkælt Nappa leður (Barley) með Reconstructed Wood áferð: 500.000 kr.
  • Málmlitur: 150.000 kr.
  • Raffellanlegur dráttarkrókur með 1,500 kg dráttargetu fyrir hemlandi vagn: 300.000 kr.

Tækniupplýsingar

ÍTARLEGAR TÆKNIUPPLÝSINGAR OG MÁL