Fara í efni

Mazda frumsýnir MX-30 R-EV tengiltvinnútgáfuna í Evrópu

Mazda frumsýnir MX-30 R-EV tengiltvinnútgáfuna í Evrópu
Mazda frumsýnir MX-30 R-EV tengiltvinnútgáfuna í Evrópu

Mazda frumsýndi nýverið nýja tengiltvinnútgáfu af MX-30 bílnum, sem hefur hingað til verið fáanlegur sem rafbíll og vakið mikla lukku. Mazda MX-30 R-EV tengiltvinnbíllinn er búinn nýstárlegri tækni frá Mazda sem kynnt var á Brussels Motor Show. Nýjungin felst í fyrirferðarlítilli Wankel-vél (e. compact rotary engine) sem er staðsett við hliðina á rafmótornum og bætir drægni bílsins umtalsvert.

Mazda MX-30 R-EV er með allt að 85 km drægni á hreinu rafmagni í blönduðum akstri samkvæmt WLTP staðlinum, sem hentar auðvitað ríflega fyrir flestan daglegan akstur. Bíllinn er svokallaður serial-tengiltvinnrafbíll, sem þýðir að rafmótorinn er alltaf í gangi og bensíndrifna, fyrirferðarlitla Wankel-vélin er eingöngu notuð til að hlaða drifrafhlöðuna.

Drifrafhlaðan í Mazda MX-30 R-EV er 17,8 kWh. Í hraðhleðslu tekur frá um 25 mínútum að hlaða bílinn frá 20-80% á 36 kW, en í þriggja fasa hleðslu um 50 mínútur á 11 kW. Auk þess er 50l bensíntankur í bílnum og því þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af drægni komist fólk ekki með góðu móti í hleðslustöð á lengri leiðum.

Að sjálfsögðu verður enn hægt að kaupa Mazda MX-30 í rafbílaútgáfu. Búnaðarútfærslurnar verða að flestu leyti þær sömu í Mazda MX-30 rafbílnum, en til að byrja með verður hægt að fá Mazda MX-30 R-EV í sérútgáfunni “Edition R”. Hún verður með bitastæðasta útbúnaðinn en til viðbótar eru ýmis smáatriði á ytra og innra útliti bílsins sérhönnuð.

Verð bílsins verður áþekkt við rafbílaútgáfuna en áætlað er að Mazda MX-30 R-EV verði í boði á Íslandi frá seinni hluta sumars 2023 og verður þá að sjálfsögðu vel kynntur fyrir Íslendingum!

Kynntu þér Mazda MX-30 - 100% rafbílinn


Vefspjall