Fara í efni

Brimborg kraftmikið hreyfiafl orkuskipta í samgöngum á Íslandi

 Brimborg kraftmikið hreyfiafl orkuskipta í samgöngum á Íslandi
Brimborg kraftmikið hreyfiafl orkuskipta í samgöngum á Íslandi

Með úrval orkuskiptalausna í boði í öllum flokkum fyrir samgöngur á landi, bæði til kaups eða leigu, er Brimborg kraftmikið hreyfiafl orkuskipta í samgöngum á Íslandi.

Í samræmi við markmið Umhverfisstefnu Brimborgar, Visthæf skref, sem innleidd var árið 2007 þá hefur Brimborg lagt mikla áherslu á leiðtogahlutverk sitt í orkuskiptum á bílamarkaði með það að markmiði að hraða orkuskiptum.

Brimborg forgangsraðar gagnvart innflutningi á rafknúnum bílum og tækjum, hefur fyrst bíla- og tækjaumboða gefið út heildstætt sjálfbærniuppgjör, hefur þegar sett upp yfir 30 hleðslustöðvar á starfsstöðvum sínum, undirbýr uppsetningu 12 hraðhleðslustöðva á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri, markaðssetur orkuskiptalausnir af miklum krafti, veitir starfsmönnum í sölu og þjónustu umfangsmikla þjálfun á þessari nýju tækni og veitir heimilum og fyrirtækjum ráðgjöf við orkuskipti og uppsetningu hleðsluinnviða.

Loftslagsskuldbindingar Íslands kalla á tafarlausar aðgerðir

Ísland hefur skrifað undir alþjóðlegar skuldbindingar um að draga úr kolefnislosun á hverju ári til ársins 2030, sett enn metnaðarfyllri landsmarkið fyrir sama ár og lögfest að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040. Ísland upplifði bakslag árið 2021 skv. bráðabirgðatölum frá Umhverfisstofnun þegar losun jókst um 1,9%.

„Það segir okkur að það er stórt verkefni framundan og okkur liggur mikið á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í viðtali við RÚV 16. september síðastliðinn.

Náist umrædd markmið ekki þýðir það umtalsverð fjárútlát á næstu árum fyrir ríkissjóð við kaup á losunarheimildum á alþjóðlegum mörkuðum. Aðeins örfá ár eru til stefnu sem kallar meðal annars á tafarlausar og metnaðarfullar aðgerðir í samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs.

Brimborg stærst í rafknúnum ökutækjum fyrir samgöngur á landi

Brimborg er stærst í rafknúnum fólksbílum með 21,7% hlutdeild með rafbíla frá sjö öflugum bílaframleiðendum sem eru Opel, Polestar, Ford, Volvo, Citroën, Mazda og Peugeot.

Einnig leiðir Brimborg í rafknúnum sendibílum með 38,7% markaðshlutdeild með rafknúnum sendibílum frá Ford, Opel, Citroën og Peugeot. Von er á stórri sendingu rafknúinna sendibíla fyrir áramót sem mun styrkja stöðu Brimborgar á rafsendibílamarkaði enn frekar.

Á vörubílamarkaði tók Brimborg eitt stærsta einstaka skref í að draga úr koltvísýringslosun Íslands og staðfesti kaup á 23 rafknúnum vöruflutningabílum frá Volvo Truck og svaraði um leið ákalli og loforði stjórnvalda um orkuskiptaátak í atvinnulífinu. Með komu rafknúnu vörubílanna mun Brimborg verða leiðtogi í orkuskiptum á því sviði.

Brimborg hreyfiafl fyrir hleðsluinnviði

En eru hleðsluinnviðir Íslands tilbúnir fyrir svona hröð orkuskipti eins og Brimborg boðar? Til að tryggja arðsemi hleðsluinnviða þarf rafknúna bíla en til að rafknúnir bílar nýtist vel þarf öfluga hleðsluinnviði. Klassískt dæmi um eggið og hænuna, hvort kemur á undan?

Því þarf að taka af skarið og það hefur Brimborg gert. Með forystu sinni í innflutningi 900 rafbíla á árinu, væntanlegum 700 rafbílum til áramóta og stærstu einstöku pöntun á rafknúnum vörubílum til Íslands hefur Brimborg um leið orðið kraftmikið hreyfiafl fyrir hleðsluinnviði fyrir alla rafbíla á Íslandi. Það er engin ástæða fyrir þá sem vilja byggja upp hleðsluinnviði að bíða lengur.


Vefspjall