Sendibílar til leigu
Sendibílar til leigu
Sendibílaleiga hjá Brimborg er frábær lausn fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki sem þurfa að flytja búslóð, smærri hluti í sumarbústaðinn eða hafa sendibíl til afnota í styttri eða lengri tíma t.d. í reksturinn. Hægt er að fá sendibíl leigðan í ýmsum stærðum, með skömmum fyrirvara, alla daga, allan sólarhringinn í Flandur appinu og á hagstæðu verði.
Ítarlegar upplýsingar er að finna á vefnum Sendibílar til leigu.
Leigutími
Boðið er upp á sendibíla frá 1 klst. leigu, 4 klst., 8 klst., sólarhring, viku, mánuð eða lengur – allt eftir þörfum hvers og eins. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að bóka sendibíl og fá nánari upplýsingar um gerðir og verð.
Að leigja sendibíl
Bókunarferlið hjá sendibílaleigu Brimborgar er einfalt og rafrænt með Flandur appinu.
- Veldu dagsetningar sem þú þarft á bílnum að halda.
- Veldu hvar þú vilt sækja og skila bílnum á einhverjum af útleigustöðum sendibílaleigunnar.
- Finndu sendibíl sem hentar þínum þörfum.
- Fylltu út allar nauðsynlegar upplýsingar og greiddu í Flandur appinu.
Framlenging á leigu
Mjög mikilvægt er að skila sendibílnum á umsömdum tíma og á sama stað og hann var sóttur. Ef upp koma aðstæður sem valda seinkun þá er hægt að framlengja leigu ef bíllinn er laus. Framlenging er gegn gjaldi sem kemur fram í appinu.