Fara í efni

Volvo og Google í samstarf

Volvo er nú í samstarfi við Google að þróa Android stjórnkerfi í sína bíla sem virkar án snjallsíma.

Volvo er nú í samstarfi við Google að þróa Android stjórnkerfi í sína bíla sem virkar án snjallsíma. Kerfið verður í öllum bílum Volvo innan tveggja ára og mun bjóða uppá þjónustu fyrir Android smáforrit. Samstarfið mun gera Google, Volvo og jafnvel þriðja aðila kleift að þróa smáforrit í Volvo bifreiðar sem virka án þess að þú sért með snjallsíma, sem í dag er nauðsynlegt fyrir Android Auto eða Apple CarPlay.

„Google mun með nýju forritum auka þjónustu og notendamöguleika bifreiðanna og gera þér kleift að aðlaga þinn Volvo að þér á meðan Android eykur enn frekar möguleika á frekari þróun“, segir Henrik Green, yfirmaður rannsókna og þróunar hjá Volvo.

Núverandi Volvo bifreiðar styðja Apple CarPlay og Android Auto. Talsmaður Volvo sagði að nýju kerfin munu áfram styðja við Apple CarPlay.

Það verður spennandi að fylgjast með þessu flotta samstarfi.


Vefspjall