Fara í efni

Mazda3 hlýtur "Red Dot: Best of the Best" verðlaunin 2019

Mazda3 hlýtur
Mazda3 vann "Red Dot: Best of the best"
Red Dot er ein stærsta hönnunarsamkeppni heims og hafa verðlaunin verið veitt frá árinu 1955.

Glænýr Mazda3 vann á dögunum "Red Dot: Best of the Best" verðlaunin 2019

Þetta eru bestu verðlaun sem veitt eru í Red Dot hönnunarkeppninni en þau eru veitt þeim vörum sem að mati dómnefndar skara framúr í nýsköpun, hönnun og sjónrænni upplifun. Það er svo sannarlega heiður fyrir nýja kynslóð Mazda að fá þessi verðlaun fyrir Mazda3 sem er hannaður í samræmi við Kodo: Soul of Motion.

Ný kynslóð Mazda3 er veisla fyrir skynfærin

Nú hefst nýr kafli í sögu Mazda. Mazda3 er hannaður með hegðun og hreyfingu mannsins að leiðarljósi svo þú upplifir afburða akstur. Með SkyActiv -bíltækninni bregst Mazda3 við öllum fyrirætlunum þínum með fyrirsjáanlegum viðbrögðum. Innra rýmið hefur verið hannað með einstökum gæðaefnum og með notandann í fyrirrúmi. Þú finnur strax í fyrsta akstri hvernig dregið hefur verið úr óþarfa hávaða og titringi til að skapa afburða akstursupplifun.

"Tær fegurð er lykillinn að baki hönnun Mazda3," útskýrir Yasutake Tsuchida, aðalhönnuður Mazda "það þarf meira en bara naumhyggju til að fá svona útkomu, hún krefst mikilla þolimæði, niðurrifs og endurgerðar, aftur og aftur. Svona útkoma er eitthvað sem við teljum að sé aðeins hægt að búa til með höndunum ".

Aksturseiginleikar sameina mann og bíl

Markmið verkfræðinga Mazda er að gera mann og bíl að einu við aksturinn en á japönsku útleggst það sem Jinba Ittai, forn japönsk hugmyndafræði, eða „maður og hestur verða eitt“. Nýjasta SkyActiv bíltækni Mazda3 leysir þetta á magnaðan hátt sem þú upplifir strax í fyrsta akstri. Mazda3 er fyrst bíllinn sem kemur með nýjasta tækniundri Mazda, SKYACTIV-X, byltingarkennd vél, sú fyrsta sinnar tegundar í fjöldaframleiddum bíl. Hún styðst við brunaferli – þjöppukveikingu (compression ignition) sem bílaiðnaðurinn er búinn að reyna að ná tökum á undanfarna tvo áratugi en Mazda hefur nú leyst gátuna

Dómnefnd Red Dot völdu í kringum100 vörur fyrir "Best of the Best" flokkinn úr meira en 5.500 vörum frá 55 löndum. Til viðmiðunar fyrir valið eru nýsköpun, virkni, vinnuvistfræði og ending. Mazda og hinir sigurvegarar munu fá verðlaun sín afhent þann 8. júlí í verðlaunahátíðinni í Reddot árið 2019 í Aalto-leikhúsinu í Essen. 

"Að vinna" Red Dot: Best of the Best "er einstakur heiður," segir Dr. Peter Zec, stofnandi og forstjóri Red Dot. "Það er viðurkenning fyrir frábæran hönnunar árangur og sönnun þess að Mazda eru meðal þeirra bestu í hönnun."

Þetta er sjöundu Red Dot verðlaunin fyrir Kodo: Soul of Motion hönnun Mazda. MX-5 RF/MX-5/2017,  CX-3 /Mazda2 /2015, Mazda3 /2014 og Mazda6/2013.

SMELLTU TIL AÐ UPPLIFA MAZDA3

 


Vefspjall