Fara í efni

Agnes og Pálmi á nýjum rafbíl frá Brimborg

Agnes og Pálmi á nýjum rafbíl frá Brimborg
Agnes og Pálmi taka við nýjum Peugeot e-2008
Agnes og Pálmi forpöntuðu sér Peugeot e-2008, langdrægan, 100% hreinan rafbíl sem var frumsýndur 8. ágúst síðastliðinn og fengu hann afhentan í vikunni eftir spennandi bið eftir nýja bílnum.

Agnes og Pálmi forpöntuðu sér Peugeot e-2008, langdrægan, 100% hreinan rafbíl sem var frumsýndur 8. ágúst síðastliðinn og fengu hann afhentan í vikunni eftir spennandi bið eftir nýja bílnum. Þau voru búin að ákveða að næsti nýi bíll þeirra yrði rafbíll og að hann skyldi keyptur hjá Brimborg því þau voru sérlega ánægð með fyrri bílakaup hjá Brimborg.

Þau nýttu sér að geta forpantað nýja Peugeot rafbílinn og gátu með því hannað hann nákvæmlega að sínum óskum hvað varðar lit, innréttingu og búnað. Peugeot e-2008 rafbíllinn hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur hjá Brimborg og nú hefur náðst að fjölga bílum til Íslands frá framleiðanda.

e-2008 rafbíllinn frá Peugeot hentar einstaklega vel við íslenskar aðstæður með jeppalagi, góða veghæð og háa sætisstöðu. Hann er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél, varmadælu sem eykur orkunýtingu og drægni og 50 kWh drifrafhlöðu sem er snögg í hleðslu og skilar 320 km drægni. Að auki er hann búinn fjarstýrðum forhitara sem tryggir að bíllinn er alltaf heitur þegar lagt er af stað. Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Peugeot e-2008 rafbílinn heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða á 7,5 klst í öflugri heimahleðslustöð og aðeins tekur 30 mínútur að hlaða tóma drifrafhlöðu í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð.

Gæði Peugeot eru einstök en Peugeot bílar eru með fimm ára alhliða ábyrgð og rafbílarnir eru með 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Við óskum Agnesi og Pálma innilega til hamingju með nýja rafbílinn.

Kynntu þér Peugeot e-2008

/image/91/4/peugeot-2008-1906pc-123.577914.jpg

 

 


Vefspjall