Fara í efni

Verðmat á notuðum bílum

Ég vil setja notaðan bíl upp í bíl sem ég ætla að kaupa hjá Brimborg, nýjan eða notaðan.


Fyrir verðmat á uppítöku
upp í notaða bíla smellir þú fyrst hér á leitarvél notaðra bíla hjá Brimborg, finnur rétta bílinn, smellir á rauða hnappinn "HAFÐU SAMBAND", fyllir út formið og lýsir vel notaða bílnum þínum og söluráðgjafi hefur samband um hæl.

Fyrir verðmat á uppítöku upp í nýja bíla smellir þú hér á Vefsýningarsal Brimborgar, finnur rétta bílinn, smellir á rauða hnappinn "HAFÐU SAMBAND", fyllir út formið og lýsir vel notaða bílnum þínum og söluráðgjafi hefur samband um hæl.

Ef þú ert ekki með tiltekinn bíl í huga sem þú vilt kaupa en ert samt sem áður að spá í kaup á nýjum eða notuðum bíl hjá Brimborg með uppítöku í huga þá smellir þú á hnappana hér fyrir neðan, fyllir út formið, lýsir vel notaða bílnum þínum og söluráðgjafi svarar um hæl.

Almenn fyrirspurn um nýja bíla

Almenn fyrirspurn um notaða bíla

Ég er ekki að spá í bílakaup hjá Brimborg en þarf bara á almennu verðmati að halda

Brimborg verðmetur eingöngu bíla af tegundum Ford, Volvo, Mazda, Citroën, Peugeot, Polestar og Opel og þú þarft að vera skráður eigandi að bílnum, bíllinn verið fluttur inn af Brimborg og fengið þjónustu hjá Brimborg eða viðurkenndum þjónustuaðilum okkar. Þá sendir þú fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan þar sem þú þarft að skrá inn eftirfarandi upplýsingar svo að verðmatið verði sem nákvæmast:

Bílnúmerið, tegund, gerð, akstur í km og upplýsingar um hvort að bíllinn er sjálfskiptur eða beinskiptur. Einnig væri gott að fá að vita hvaða verð þú hefur í huga.

Söluráðgjafi tekur við fyrirspurninni og verður í sambandi innan tveggja virkra daga. Þú getur líka gert þitt eigið verðmat með því að skoða vef notaðra bíla á www.brimborg.is og fundið sambærilega bíla eða reiknað bílinn upp á vefnum www.raunverd.is.

Almenn fyrirspurn um verðmat á notuðum bíl

Vefspjall