Fara í efni

Verðlaun til Dollar - Traveller Review Awards 2020

Verðlaun til Dollar - Traveller Review Awards 2020
Mikill heiður fyrir Dollar bílaleigu.
Við erum stolt af því að tilkynna að Dollar Rent A Car á Keflavíkurflugvelli hefur hlotið Traveler Review Awards 2020.

Traveller review awards 2020 - Booking.com

Við erum stolt af því að tilkynna að bílaleigan okkar Dollar Rent A Car á Keflavíkurflugvelli hefur fengið einkunnina 8,1 af 10 á Booking.com og fyrir vikið hlotið Traveler Review Awards 2020. Verðlaunin voru veitt fyrir framúrskarandi þjónustu til erlendra ferðamanna sem leigja bíl hjá okkur á Keflavíkurflugvelli. Það er sérlega gaman að segja frá því að í fyrra fékk hin bílaleigan okkar, Thrifty Car Rental, verðlaunin Customer Favourite frá Rentalcars.com. Bæði verðlaunin byggja á einkunnum frá þúsundum kröfuharðra viðskiptavina. 

Framúrskarandi hópur starfsmanna, breytt nálgun okkar á þjónustu með stöðugri þjónustuþróun, NPS ánægjumælingum, SPM söluþjálfun og beitingu nýjustu starrænni tækni skilar sér í þessum mikilvægu verðlaunum frá þessum tveimur risastóru bókunarsíðum.

Það er mikill heiður að hljóta þessa viðurkenningu og við munum halda áfram að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og tryggja ógleymanlega upplifun af Íslandi.

Framúrskarandi teymi

Brimborg er leyfishafi fyrir bílaleigurnar Dollar Rent a Car og Thrifty Car Rental og er aðili að Samtökum Ferðþjónustunnar (SAF). Viðurkenningin er gríðarlega mikilvæg á framúrskarandi starfi bílaleiguteymis Brimborgar, hvort sem er í Keflavík, Reykjavík eða Akureyri og ekki síður viðurkenning til allra starfsmanna Brimborgar sem á einn eða annan hátt koma að þjónustu bílaleigunnar við viðskiptavini hennar. 

Dollar bílaleiga

Kynntu þér bílaleigu Brimborgar:

Vefsíða Dollar á Íslandi