Fara í efni

VEGLEGUR STYRKUR TIL BJÖRGUNARSVEITA

VEGLEGUR STYRKUR TIL BJÖRGUNARSVEITA
Brimborg styrkir björgunarsveitir
Brimborg styrkir björgunarsveitir

Brimborg hefur í mörg ár átt farsælt samstarf við björgunarsveitir og styrkir árlega Hálendisvakt björgunarsveitanna.
Við höldum því stolt og þakklát áfram í ár og styrkjum björgunarsveitirnar með kaupum á flugeldum fyrir 6.000.000 kr. frá Hjálparsveit skáta. Það er ekki bara Hjálparsveit skáta sem nýtur góðs af þessum veglega styrk heldur einnig starfsmenn Brimborgar sem kveðja árið með litríkum áramótasprengjum.

Hjálparsveit skáta

Hjálparsveit skáta í Reykjavík var stofnuð 1932 og er í dag ein stærsta björgunarsveit landsins. Sveitin er landbjörgunarsveit og miðast búnaður og þjálfun við það.  Það er björgunarsveit Hjálparsveita skáta sem sjá um glæsilega flugeldasýningu á Menningarnótt sem er orðin fastur liður hjá mörgum landsmönnum.

„Styrkir frá fyrirtækjum eins og Brimborg eru afar mikilvægir okkar starfsemi til viðbótar við aðra fjáröflun björgunarsveitarinnar. Þessir fjármunir munu án efa nýtast afar vel í okkar mikilvægu starfsemi og varið í þágu landsmanna allra“, segir Brynjar Jóhannesson hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík.

Þakklát fyrir gott gengi

Við hjá Brimborg erum afskaplega þakklát og stolt af góðu gengi fyrirtækisins en starfsmenn félagsins hafa náð einstökum árangri á árinu sem er að líða. Velta Brimborgar fer í fyrsta skipti yfir 20 milljarða króna, afkoman er frábær og met verður sett í fjölda nýskráninga af tegundum Volvo, Ford, Mazda, Citroën og Peugeot en yfir 3500 bílar verða skráðir á árinu. Á heildarmarkaði er sjötti hver bíll af bílamerki Brimborgar og á markaði án bílaleigubíla er hlutdeildin 17,2%. Mjög góður gangur hefur einnig verið í sölu vörubíla, vinnuvéla, bátavéla og rúta frá Volvo ásamt því að met verður slegið í útleigu bíla hjá Thrifty og Dollar, bílaleigum Brimborgar.

Við viljum þakka starfsfólki okkar sérstaklega vel fyrir og auðvitað öllum þeim fjölmörgu viðskiptavinum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum fyrir árið sem er að líða og óskum ykkur gæfu á nýju ári.


Vefspjall