Fara í efni

Peugeot e-208 GT kominn á rafmagnað heimili

Peugeot e-208 GT kominn á rafmagnað heimili
Nýr Peugeot e-208 100% rafbíll!
Þessi tryllti blái Peugeot e-208 er kominn til spenntra eigenda sem tryggðu sér hann í forsölu, án þess einu sinni að hafa prófað.

Þessi tryllti blái Peugeot e-208 er kominn til spenntra eigenda sem tryggðu sér hann í forsölu, án þess einu sinni að hafa prófað, þeim fannst vera þarna á ferðinni brjálæðislega spennandi bíll.  Þau höfðu átt Peugeot 3008 sem þau voru gríðarlega ánægð með og gaman að segja frá því að sá bíll var einstakur hér á landi þar sem hann var eini tvíliti bíllinn af þeirri tegund. Þau hafa nú prófað gripinn og sögðu hann hafa farið langt fram úr væntingum.

"Hann er eins og eldflaug í Sport stillingunni" segir afar hamingjusamur Peugeot e-208 eigandi.

Peugeot e-208 drekkhlaðinn búnaði

Nýi bíllinn er Peugeot e-208 GT útfærsla sem er drekkhlaðin búnaði. Bíllinn er sérlega fallega blár á litinn, hann er á 17" LEIA álfelgum og með svörtu þaki. Hægt er að tímastilla miðstöð bæði á stafrænum skjánum og með MyPeugeot appinu og þannig hægt að hafa bílinn heitan þegar þér hentar. Í bílnum er þráðlaus símahleðsla og til viðbótar bæði tengimöguleikar fyrir USB og USB-C fyrir Android Auto og Apple CarPlay. Hægt er að stilla ljósin í innra rými bílsins í nokkra liti og eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan var litur dagsins bleikur. Quartz 3D mælaborðið er staðalbúnaður í GT úrfærslunni og er hrikalega töff. Þar er hægt að t.d. hægt að sjá þegar bíllinn hleður sig þegar þú bremsar og/eða ferð niður brekku, þar kemur einnig upp leiðsögukerfi bílsins svo það er beint fyrir framan ökumanninn. Í bílnum er E-Call neyðarhringinn í 112, blindpunktsaðvörunarkerfi og bakkmyndavél með nálægðarskynjara svo eitthvað sé nefnt.

Kynntu þér Peugeot e-208

Peugeot e-208 Peugeot e-208 Peugeot e-208

Rafmagnað heimili

Bíllinn er 100% rafbílll með 340 km drægni og nær 100% hleðslu í heimahleðslu á 7,5 klst. Eigendur bílsins settu upp hleðslustöð heima þar sem nú eru komnir tveir rafmagnsbílar á heimilið, annars vegar nýi 100% rafmagn og svo Plug-in Hybrid jeppi. Það er mikilvægt að kynna sér vel hleðslustöðvar og hleðsluhraða við kaup á rafbíl. Brimborg hefur sett upp mjög góða upplýsingasíðu um hvað ber að hafa í huga, hægt að lesa um það hér.

Platinum lakkvernd á bílinn

Eigendur bílsins keyptu á hann Platinum lakkvernd hjá Brimborg og eru rosalega ánægð með útkomuna, þau hlakka mest til að þurfa ekki að þrífa bílinn eins oft. Platinum lakkverndin binst við lakk bílsins og myndar sterka vörn sem er margfalt harðari en lakk bílsins. Bíllinn var einnig meðhöndlaður að innan til að vernda fyrir og draga úr blettamyndun á innréttingum og áklæði bílsins. Einstaklega slétt yfirborð tryggir að vatn og aðrir vökvar sitja ekki á yfirborði bílsins. PLATINUM lakkvörnin stenst íslenskt veðurfar og umhverfi sem og þau leysiefni sem eru á markaðnum.

Kynntu þér Platinum lakkvernd

Peugeot e-208

Peugeot e-208

Peugeot e-208

Peugeot e-208